Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:13 Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir. Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir.
Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira