Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að sex mönnum til viðbótar við Rúmenann sem leitað hefur verið að í dag vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni. Talið er að þessir sex tengist rúmensku sexmenningunum sem komu til landsins á þriðjudag, en tvö virk covid smit greindust í þeirra hópi. Talið er að fólkið hafi komið víða við á landinu.

Rætt verður við yfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Verð á ávöxtum og grænmeti hefur hækkað um allt að tíu prósent í kórónuveiru faraldrinum. Seðlabankinn hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á liðnum vikum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þá hittum við Hrafn Jökulsson sem hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum og kíkjum í Góða hirðinn þar sem sjaldan hefur verið meira að gera en nú.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×