Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 14. júní 2020 19:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun, þegar búið verði að reyna allar leiðir til að komast í samband við mennina. Víðir segir að tengsl sex einstaklinga við hópinn sem fjallað var um í gær og dag, hafi komið í ljós við rannsókn málsins. „Við fórum að rannsaka dvalarstað þar sem hópur Rúmena hafði skráð sig í sóttkví, þeir voru ekki þar og við erum að leita þeirra vegna brots á sóttkví,“ segir Víðir og segir að tengslin felist í samskiptum milli hópanna tveggja. Hann segir þá að aðallega sé hópsins leitað vegna brots á sóttkví, þar sem mennirnir komu til landsins fyrir fáeinum dögum og eigi því að vera í sóttkví. Þó sé hópurinn mögulega útsettur fyrir smiti. „Fyrst og fremst erum við að leita að þeim út af broti á sóttkvínni en ef þeir hafa verið í samskiptum við hinn hópinn þá eru þeir útsettir fyrir smiti. Það er mjög mikilvægt að við náum tali af þeim og ræðum málin við þá.“ Víðir segist líta málið afar alvarlegum augum, og að því verði tekið með mikilli festu. Hann segir að mögulega þurfi að lýsa eftir fólkinu sem nú er leitað, en í gærkvöldi lýsti lögreglan eftir þremur mönnum sem nú hafa allir fundist. „Það er hugsanlegt að við gerum það. Við erum bara að kanna hvort það náist í þá, hvort þeir svari þeim símum og annað sem við höfum hjá þeim. Það verður bara að koma í ljós í kvöld eða fyrramálið hvort við lýsum eftir þeim.“ Víðir segir mennina alla hafa skráð að þeir ætluðu að verja sóttkvínni, sem þeir eru taldir hafa brotið, í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir sem lýst var eftir ekki reynst samvinnuþýðir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra, segir mennina sem lýst var eftir í gær og hefur nú verið komið fyrir í sóttkví við Rauðarárstíg, ekki hafa verið samvinnuþýða við rannsókn málsins. „Þeir hafa ekki verið mjög hjálplegir gagnvart smitrakningunni og heldur ekki að gefa upp ferðir sínar. Við höfum bara þessar upplýsingar að þeir komu í gegn um Keflavík, þeir hafa verið á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur. Smitrakning hafi gengið erfiðlega. Unnið sé út frá því þýfi sem fannst í fórum fólksins og miðað við það hafi þau farið víða. „Það eru vísbendingar um að þeir hafi komið til landsins í þessum tilgangi, að stunda brotastarfsemi þannig það er líklegt að þeir hafi farið á fleiri staði í þeim tilgangi.“ Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Ekki hægt að senda smitaða úr landi Þriðji maðurinn sem leitað var að í allan dag fannst á fimmta tímanum í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður yfirheyrður og sendur í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hægt að útiloka að upp komi hópsýkingar vegna málsins. „Við vitum ekki hvernig þeir hafa verið í samskiptum við Íslendinga til þessa en ég býst nú kannski við að þeir hafi ekki verið í miklum samskiptum en þó veit ég ekki en ég vona svo sannarlega að svo sé ekki,“ segir Þórólfur. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki sem brýtur lög um sóttvarnir úr landi og er það til skoðunar. „Við getum ekki vísað smituðu fólki úr landi. Við getum hins vegar vísað fólki sem er í sóttkví og er ekki með smit út landi,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17 Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Mennirnir tveir ekki smitaðir Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 14. júní 2020 15:17
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40