Tilfellum kórónuveiru fjölgar í Peking Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 07:35 Lögreglumenn í Peking vakta inngang að Xinfadi markaðnum en þangað má rekja nýjustu kórónuveirusmitin sem komið hafa upp í borginni. EPA/ROMAN PILIPEY Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirutilfella greindist í Peking, höfuðborg Kína, á mánudag, annan daginn í röð og hefur verið kallað eftir því að takmarkanir verði settar aftur í gildi. Útbreiðsluna má rekja til Xinfadi markaðarins þar sem ýmis hrávara er seld. Markaðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í Asíu og fer um 80 prósent sölu landbúnaðarvara frá Peking, bæði innanlands og utan, fram á markaðnum. Markaðnum hefur nú verið lokað og hafa tugir þúsunda íbúa borgarinnar og næsta nágrennis verið skimaðir fyrir veirunni. Þá hefur farið af stað yfirgripsmikið verkefni til að hafa uppi á öllum þeim sem hafa farið nýlega á markaðinn eða verið í nánd við gesti hans. Þá hefur sumum skólum verið lokað á ný til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. „Hættan á að faraldurinn breiðist frekar út er mjög mikil þannig að við ættum að grípa til róttækra aðgerða,“ sagði Xu Hejiang, talsmaður borgaryfirvalda í Peking, á blaðamannafundi á mánudag. Xinfadi er á stærð við nærri 160 fótboltaleikvangi og er um 20 sinnum stærri en sjávarafurðamarkaðurinn í Wuhan þar sem kórónuveiran kom fyrst upp. Þúsundir tonna matvæla ganga kaupum og sölum á Xinfadi dag hvern. Yfirvöld í Peking staðfestu á mánudag að 36 ný tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á sunnudag, 14. júní, og 36 tilfelli greindust einnig á laugardag. Svo margir hafa ekki greinst með veiruna á dag frá því í síðari hluta marsmánaðar. Þá hafa 79 tilfelli komið upp á aðeins fjórum dögum sem er það hæsta frá því í febrúar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira