„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 12:00 Ben Bergeron huggar Katrínu Tönju eftir vonbrigðin á heimsleikunum í Crossfit í fyrra. Skjámynd/Road to the Games Það hefur verið mikið um að vera í CrossFit heiminum að undanförnu eins og hefur eflaust ekki farið fram hjá lesendum Vísis síðustu daga og vikur. Hrönn Svansdóttir og Evert Víglundsson, eigendur CrossFit Reykjavík, mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir stöðuna í CrossFit samfélaginu. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason fengu þau Hrönn og Evert til að segja frá hvað sé eiginlega í gangi og hvernig standi á því að mikið af besta CrossFit fólki heims, eins og Katrín Tanja Davíðsdóttir, séu hætt að keppa fyrir CrossFit samtökin. Heimir Karlsson spurði þau hreint út hvort þau hafi áhyggjur af ástandinu. „Það sem snýr að okkur persónulega og rekstri CrossFit Reykjavíkur og líklega annarra CrossFit stöðva á Íslandi, nei. Ég tel ekki, að þetta ástand eða þetta óveður sem hefur skapast í kringum stofnanda CrossFit, Greg Glasman, muni hafa rekstur stöðva hér á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Það er vegna þess að CrossFit samfélagið og CrossFit hugmyndafræðin sem hann setti á laggirnar er miklu miklu stærra og meira heldur en einn maður,“ sagði Evert Víglundsson. „Samfélagið á eftir að rísa líklega sterkara upp úr þessum vandræðum,“ sagði Evert en íþróttin gæti skipt um nafn. „Hann á nafnið eins og ég skil reglurnar. Hann gæti tekið nafnið með sér eða ákveðið að gefa öðrum boltann af því að hann missti hann,“ sagði Evert. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT Greg Glasman lét rasísk ummæli falla en það er ekki það eina sem kallaði fram þessi sterku viðbrögð frá samfélaginu. „Það var dropinn sem fyllti mælinn. Það ákveðið tíst sem hann tvítaði á færslu í Bandaríkjunum. Það var það sem gerði allt vitlaust og í framhaldi af því kom alls kyns annað upp á yfirborðið, ákveðin óánægja sem hefur átt sér stað. Það sýnir í rauninni veikleika þess að einn maður á CrossFit og CrossFit höfuðstöðvarnar. Hann stjórnar því og getur tekið ákvarðanir einn. Það var alveg vitað að það væri ekki besta fyrirkomulagið en hann stofnaði þetta og á þetta,“ sagði Hrönn Svansdóttir og það kraumaði því undir önnur óánægja. Dropinn sem fyllti mælinn hjá samfélaginu „Oft hafa komið upp ýmis mál þar sem hann tekur ákvarðanir án þess að hafa samráð við einn eða neinn. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá samfélaginu að hann skildi vera með þessu taktlausu ummæli við þetta tíst. Fólk er eiginlega búið að fá nóg, vill breytingar og gerir kröfu um breytingar,“ sagði Hrönn. „Þetta er ákveðinn hnútur sem þarf að leysa en staðan er þannig að margir af bestu íþróttamönnunum vilja ekki lengur keppa undir merkjum CrossFit á meðan hann á það,“ sagði Hrönn en sér hún fyrir sér að það verði sett upp annað merki til höfuðs CrossFit. CrossFit Reykjavík gaf út sína yfirlýsingu fyrir viku síðan. Risastór yfirlýsing. Katrín Tanja er búin að fá nóg.https://t.co/HHY6tsOXch— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 12, 2020 Höfum gefið höfuðstöðvunum færi á breytingum „Við viljum afgerandi breytingar hjá höfuðstöðvunum. Það var okkar yfirlýsing síðastliðinn mánudag og við stöndum við það. Við höfum samt sem áður gefið höfuðstöðvunum færi á breytingum. Breytingar komu í kjölfarið en það er spurningin munu þær breytingar duga. Hann steig til hliðar og réð nýjan framkvæmdastjóra sem er reyndar hans næstráðandi. Hann á þetta enn þá hundrað prósent,“ sagði Hrönn. „Ef þú átt þetta þá getur þú náttúrulega breytt þínum ákvörðunum en það er ekki hlaupið að því á nokkrum dögum að selja þetta eða breyta eignarhaldi. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni á þessu tísti en fólk þykir mismikið til hennar koma og finnst hann þurfa að gera dálítið betur. Þegar þessi afsökunarbeiðni dugði ekki til þá ákvað hann að stíga til hliðar og fá hinn inn. Samfélagið gerir kröfu um það að það verði breytingar á stjórnarháttum. Að það sé ekki bara einn maður sem ræður,“ sagði Hrönn. Katrín Tanja Davíðsdóttir tók þessa stóru ákvörðun að hætta að keppa fyrir CrossFit samtökin og hún heimtar breytingar. Anníe Mist Þórisdóttir styður hana hundrað prósent í því. Breytir það einhverju? „Ég er alveg sannfærð um það að ef að það verði ekki breytingar þá mun eitthvað annað rísa upp. Þó svo að hann hafi byrjað þetta, stofnað CrossFit og komið með þessa frábæru hugmyndafræði sem bið byggjum á þá hefur samfélagið öðlast nýtt og sjálfstætt líf. Ef að það verði ekki breytingar þá er ég alveg viss um að það kemur eitthvað annað. Þó hann eigi nafnið CrossFit á hann ekki þetta heyfingaform. Við getum haldið áfram að stunda það sem við höfðum hingað til kallað CrossFit. Það mun ekki breytast,“ sagði Hrönn. View this post on Instagram Want to experience a workout like this? Check the link in our bio. Photo: @retro_outdoors @icelandrovers #IcelandRovers #CFRvkIceland A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on May 3, 2018 at 4:18am PDT Mun áfram vera til en heitir kannski eitthvað annað „Það er ekkert mál að markaðssetja eitthvað annað ef við gerum sama hlutinn. Ég er alveg á því að það sem við höfum verið að gera undanfarin tíu ár mun ekkert breytast. CrossFit Reykjavík niður í Faxafeni mun áfram vera til en það heitir kannski eitthvað annað,“ sagði Hrönn. CrossFit Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sínu og eins og staðan er núna þá er stöðin enn hluti af CrossFit samtökunum. „Við erum með samning og við tilheyrum höfuðstöðvunum. Við borgum þangað árgjald og það er endurnýjað á hverju ári. Við endurnýjum núna í haust og við munum sjá hver staðan er. Ef eitthvað annað gerist þá getur verið að við hættum því samstarfi. Við verðum bara að sjá til hvernig staðan þróast. Engin stöð í þessu samfélagi vill sjá þetta falla. Við elskum öll CrossFit samfélagið og það er mjög uppbyggjandi, bæði andlega og líkamlega,“ sagði Hrönn Svansdóttir en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. CrossFit Bítið Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira
Það hefur verið mikið um að vera í CrossFit heiminum að undanförnu eins og hefur eflaust ekki farið fram hjá lesendum Vísis síðustu daga og vikur. Hrönn Svansdóttir og Evert Víglundsson, eigendur CrossFit Reykjavík, mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir stöðuna í CrossFit samfélaginu. Heimir Karlsson og Gunnlaugur Helgason fengu þau Hrönn og Evert til að segja frá hvað sé eiginlega í gangi og hvernig standi á því að mikið af besta CrossFit fólki heims, eins og Katrín Tanja Davíðsdóttir, séu hætt að keppa fyrir CrossFit samtökin. Heimir Karlsson spurði þau hreint út hvort þau hafi áhyggjur af ástandinu. „Það sem snýr að okkur persónulega og rekstri CrossFit Reykjavíkur og líklega annarra CrossFit stöðva á Íslandi, nei. Ég tel ekki, að þetta ástand eða þetta óveður sem hefur skapast í kringum stofnanda CrossFit, Greg Glasman, muni hafa rekstur stöðva hér á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Það er vegna þess að CrossFit samfélagið og CrossFit hugmyndafræðin sem hann setti á laggirnar er miklu miklu stærra og meira heldur en einn maður,“ sagði Evert Víglundsson. „Samfélagið á eftir að rísa líklega sterkara upp úr þessum vandræðum,“ sagði Evert en íþróttin gæti skipt um nafn. „Hann á nafnið eins og ég skil reglurnar. Hann gæti tekið nafnið með sér eða ákveðið að gefa öðrum boltann af því að hann missti hann,“ sagði Evert. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT Greg Glasman lét rasísk ummæli falla en það er ekki það eina sem kallaði fram þessi sterku viðbrögð frá samfélaginu. „Það var dropinn sem fyllti mælinn. Það ákveðið tíst sem hann tvítaði á færslu í Bandaríkjunum. Það var það sem gerði allt vitlaust og í framhaldi af því kom alls kyns annað upp á yfirborðið, ákveðin óánægja sem hefur átt sér stað. Það sýnir í rauninni veikleika þess að einn maður á CrossFit og CrossFit höfuðstöðvarnar. Hann stjórnar því og getur tekið ákvarðanir einn. Það var alveg vitað að það væri ekki besta fyrirkomulagið en hann stofnaði þetta og á þetta,“ sagði Hrönn Svansdóttir og það kraumaði því undir önnur óánægja. Dropinn sem fyllti mælinn hjá samfélaginu „Oft hafa komið upp ýmis mál þar sem hann tekur ákvarðanir án þess að hafa samráð við einn eða neinn. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá samfélaginu að hann skildi vera með þessu taktlausu ummæli við þetta tíst. Fólk er eiginlega búið að fá nóg, vill breytingar og gerir kröfu um breytingar,“ sagði Hrönn. „Þetta er ákveðinn hnútur sem þarf að leysa en staðan er þannig að margir af bestu íþróttamönnunum vilja ekki lengur keppa undir merkjum CrossFit á meðan hann á það,“ sagði Hrönn en sér hún fyrir sér að það verði sett upp annað merki til höfuðs CrossFit. CrossFit Reykjavík gaf út sína yfirlýsingu fyrir viku síðan. Risastór yfirlýsing. Katrín Tanja er búin að fá nóg.https://t.co/HHY6tsOXch— Sportið á Vísi (@VisirSport) June 12, 2020 Höfum gefið höfuðstöðvunum færi á breytingum „Við viljum afgerandi breytingar hjá höfuðstöðvunum. Það var okkar yfirlýsing síðastliðinn mánudag og við stöndum við það. Við höfum samt sem áður gefið höfuðstöðvunum færi á breytingum. Breytingar komu í kjölfarið en það er spurningin munu þær breytingar duga. Hann steig til hliðar og réð nýjan framkvæmdastjóra sem er reyndar hans næstráðandi. Hann á þetta enn þá hundrað prósent,“ sagði Hrönn. „Ef þú átt þetta þá getur þú náttúrulega breytt þínum ákvörðunum en það er ekki hlaupið að því á nokkrum dögum að selja þetta eða breyta eignarhaldi. Hann sendi frá sér afsökunarbeiðni á þessu tísti en fólk þykir mismikið til hennar koma og finnst hann þurfa að gera dálítið betur. Þegar þessi afsökunarbeiðni dugði ekki til þá ákvað hann að stíga til hliðar og fá hinn inn. Samfélagið gerir kröfu um það að það verði breytingar á stjórnarháttum. Að það sé ekki bara einn maður sem ræður,“ sagði Hrönn. Katrín Tanja Davíðsdóttir tók þessa stóru ákvörðun að hætta að keppa fyrir CrossFit samtökin og hún heimtar breytingar. Anníe Mist Þórisdóttir styður hana hundrað prósent í því. Breytir það einhverju? „Ég er alveg sannfærð um það að ef að það verði ekki breytingar þá mun eitthvað annað rísa upp. Þó svo að hann hafi byrjað þetta, stofnað CrossFit og komið með þessa frábæru hugmyndafræði sem bið byggjum á þá hefur samfélagið öðlast nýtt og sjálfstætt líf. Ef að það verði ekki breytingar þá er ég alveg viss um að það kemur eitthvað annað. Þó hann eigi nafnið CrossFit á hann ekki þetta heyfingaform. Við getum haldið áfram að stunda það sem við höfðum hingað til kallað CrossFit. Það mun ekki breytast,“ sagði Hrönn. View this post on Instagram Want to experience a workout like this? Check the link in our bio. Photo: @retro_outdoors @icelandrovers #IcelandRovers #CFRvkIceland A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on May 3, 2018 at 4:18am PDT Mun áfram vera til en heitir kannski eitthvað annað „Það er ekkert mál að markaðssetja eitthvað annað ef við gerum sama hlutinn. Ég er alveg á því að það sem við höfum verið að gera undanfarin tíu ár mun ekkert breytast. CrossFit Reykjavík niður í Faxafeni mun áfram vera til en það heitir kannski eitthvað annað,“ sagði Hrönn. CrossFit Reykjavík fagnar tíu ára afmæli sínu og eins og staðan er núna þá er stöðin enn hluti af CrossFit samtökunum. „Við erum með samning og við tilheyrum höfuðstöðvunum. Við borgum þangað árgjald og það er endurnýjað á hverju ári. Við endurnýjum núna í haust og við munum sjá hver staðan er. Ef eitthvað annað gerist þá getur verið að við hættum því samstarfi. Við verðum bara að sjá til hvernig staðan þróast. Engin stöð í þessu samfélagi vill sjá þetta falla. Við elskum öll CrossFit samfélagið og það er mjög uppbyggjandi, bæði andlega og líkamlega,“ sagði Hrönn Svansdóttir en það smá sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
CrossFit Bítið Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Sjá meira