Fengu neikvætt svar um skotvopnið níu dögum fyrir fréttamannafundinn Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 11:06 Rannsóknarhópurinn segir Stig Engström hafa verið banamaður Olof Palme. AP/Sænska lögreglan Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar. Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Sænski rannsóknarhópurinn sem rannsakaði morðið á forsætisráðherranum Olof Palme fékk neikvæða niðurstöðu um að hægt væri að tengja ákveðið skotvopn við morðið, níu dögum fyrir fréttamannafundinn þar sem sú niðurstaða rannsóknarinnar að Stig Engström hafi verið morðingi Palme var kynnt. Umrætt skotvopn var í eigu vinar Engström og var vopnið til rannsóknar hjá Réttartæknistofnun Svíþjóðar (NFC). Niðurstaðan var hins vegar sú að ekki hafi verið hægt að tengja vopnið við morðið - niðurstaðan 0 á skalanum -4 til +4. Athygli vakti á fréttamannafundinum í síðustu viku að rannsóknarhópurinn kynnti ekki nein ný gögn, heldur lýsti saksóknari þess í stað atburðarás sem benti til þess að Engström, sem gengið hefur undir nafninu Skandia-maðurinn, væri morðingi forsætisráðherrans. Ekki yrði lengra komist í rannsókninni eftir þessi 34 ár, og hún lögð niður. Engin ákæra yrði gefin út þar sem Engstöm hafi látist árið 2000. „Við vonuðumst til að þetta vopn myndi færa okkur nær lausn í málinu,“ segir saksóknarinn Krister Petersson við Aftonbladet. Lögregla hafði komist að því að Engstöm hafi verið náinn vinur vopnasafnara í Täby, norður af Stokkhólmi og að sá hafi átt Smith & Wesson með „rétta hlaupvídd“ sem framleidd var árið 1954. Skotvopnið var selt á uppboði árið 2013, eftir dauða vopnasafnarans, en lögreglu tókst síðar að hafa uppi á vopninu hjá manni sem hafði keypt það, manns í vesturhluta landsins með sérstakan áhuga á þessari gerð vopna. Petterson segir vopnið sem um ræðir enn vera áhugavert, en því hefur nú aftur verið komið í hendur kaupandans eftir að hafa verið í fórum lögreglu í tvö og hálft ár vegna rannsóknarinnar.
Svíþjóð Morðið á Olof Palme Tengdar fréttir Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00 Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Tilfinningaþrunginn dagur fyrir Svía Sænskir saksóknarar telja að Stig Engström, hinn svokallaði Skandia-maður, hafi orðið Olof Palme forsætisráðherra að bana þann 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 19:00
Saksóknarar í Svíþjóð: „Skandia-maðurinn“ Stig Engström myrti Olof Palme Saksóknarar í Svíþjóð hafa nafngreint þann mann sem þeir segja hafa myrt forsætisráðherrann Olof Palme 28. febrúar 1986. 10. júní 2020 08:59