Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 11:42 Norræna við höfnina á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00
Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22