Enn þá nóg eftir af fóðri fyrir veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2020 11:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir minnir á að kórónuveiran sé enn í íslensku samfélagi, þar sem jafnframt sé enn að finna „nóg fóður“ fyrir hana. Faraldurinn sé líklega ekki búinn, líkt og hópsýkingar víða um heim síðustu daga sýni fram á, og Íslendingar verði að vera viðbúnir því að herða þurfi aftur veirutakmarkanir sem slakað hefur verið á síðustu vikur. Þá gekk veiruskimun á Keflavíkurflugvelli „vonum framar“ í gær en ekki liggur enn fyrir hvort nokkur ferðalanganna hafi verið smitaður. Þetta kom fram í máli Þórólfs í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er ekkert búið“ Kórónuveiran hefur látið til sín taka á ný víða um heim undanfarna daga. Þannig hefur hún skotið aftur upp kollinum á Nýja-Sjálandi, sem lýsti sig veirufrítt í síðustu viku. Hún hefur einnig blossað upp aftur í Peking í Kína og ástandið þar sagt „mjög alvarlegt“. Stjórnvöld hafa til að mynda komið á ferðabanni í hverfum í grennd við matarmarkað í borginni þar sem sýkingin nú er talin eiga upptök sín. Þá hafa Pekingbúar í tugþúsundatali verið skikkaðir í sóttkví og gripið hefur verið til víðtækra lokana í borginni. Þórólfur sagði í Bítinu í morgun að stjórnvöld í Peking væru nú að herða tökin á ný og hið sama gæti þurft að gera hér á Íslandi. „Þeir hafa fengið hópsmit. Það er það sem við höfum sagt að geti gerst. Þetta getur gerst alls staðar. Þetta er ekkert búið. Við vitum að það er eitt til tvö prósent af [íslensku] þjóðinni sem hefur fengið þessa veiru, þannig að það er nóg eftir. Það er nóg fóður, eins og maður segir, fyrir veiruna. Ef að það gerist þurfum við að herða tökin í kringum þau tilfelli.“ Þannig virtist veiran í vexti í mörgum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem Þórólfur sagði að hún ætti enn eftir að berast til margra svæða. „Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu. Og á meðan hún er að geisa í heiminum þá getur hún komið hingað [til Íslands]. Hins vegar eru alls konar spurningar með svona veiru, hvað hún gerir, hvort hún missir þróttinn þegar á líður. En það er svosem ekkert augljóst í því núna.“ Fólk enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar Enn væri mikilvægt að vera á varðbergi, huga að persónulegum smitvörnum og fjarlægðartakmörkunum þegar kostur er. Ekki mætti draga úr alvarleika Covid-sýkingarinnar, hverrar afleiðingar margir sjúklingar væru enn að glíma við. „Við misstum tíu einstaklinga, sem er mikið, og það voru þrjátíu einstaklingar sem þurftu að fara inn á gjörgæslu. 130 manns inn á sjúkrahús á stuttum tíma. Þannig að þetta var mjög mikið álag. Það er algjörlega ekki rétt að tala um að þetta hafi bara verið væg pest,“ sagði Þórólfur. „Svo er fólk að lýsa því að jafnvel þó að það hafi ekki þurft að leggja inn á sjúkrahús, var heima, þurfti að fara daglega upp á göngudeild, var sinnt þar, fékk vökva í æð, fór aftur heim og fólk er jafnvel enn þá að ná sér og jafnvel enn með afleiðingar eftir þessa sýkingu.“ Inntur eftir því hvort að væri eðlilegur fylgifiskur Covid-sýkingarinnar að þeir sem jafnvel hefðu fengið væg einkenni væru nú sérlega viðkvæmir fyrir öðrum pestum sagði Þórólfur að svo gæti vel verið. „Já, það eru oft einkenni á mörgum veirusýkingum að það geti gerst að það komi einhvers konar truflun á ónæmiskerfið sem tekur bara mjög langan tíma að lagast aftur og fólk er viðkvæmara. Það er líka oft erfiðara að skilgreina það nákvæmlega. Stundum er ekki hægt að mæla þetta nákvæmlega, fólk er að kvarta yfir einhverju og það mælist ekki neitt ákveðið. En það er alveg klárt að eftir þessa sýkingu, og margar aðrar, að það eru margir sem eiga við alls konar vandamál að stríða.“ Ekki bjartsýnn á sænsku leiðina Þá bjóst Þórólfur ekki við því að hin svokallaða „sænska leið“, í viðleitni til að ná hjarðónæmi, yrði notuð í næstu bylgju faraldursins, ríði hún yfir. „Nei, það held ég ekki. Ímyndið ykkur það. Það er erfitt að bera saman tölur milli landa og alls konar spurningamerki við það. En dánartalan í Svíþjóð af völdum Covid er fimmtán sinnum hærri en hér. Ég er ræddur um að menn yrðu ekki ánægður ef að 150 einstaklingar hefðu látist hér af völdum Covid á undanförnum vikum, það væri ekki gott,“ sagði Þórólfur, sem lagði jafnframt áherslu á að veiran væri ekki farin úr íslensku samfélagi. „Hún er einhvers staðar og hún bíður róleg. Þess vegna þurfum við að passa okkur áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32 Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Komu aftur með veiruna til Nýja-Sjálands Tvö tilfelli nýju kórónuveirunnar greindust í dag á Nýja-Sjálandi í fyrsta sinn í 24 daga. 16. júní 2020 08:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir minnir á að kórónuveiran sé enn í íslensku samfélagi, þar sem jafnframt sé enn að finna „nóg fóður“ fyrir hana. Faraldurinn sé líklega ekki búinn, líkt og hópsýkingar víða um heim síðustu daga sýni fram á, og Íslendingar verði að vera viðbúnir því að herða þurfi aftur veirutakmarkanir sem slakað hefur verið á síðustu vikur. Þá gekk veiruskimun á Keflavíkurflugvelli „vonum framar“ í gær en ekki liggur enn fyrir hvort nokkur ferðalanganna hafi verið smitaður. Þetta kom fram í máli Þórólfs í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er ekkert búið“ Kórónuveiran hefur látið til sín taka á ný víða um heim undanfarna daga. Þannig hefur hún skotið aftur upp kollinum á Nýja-Sjálandi, sem lýsti sig veirufrítt í síðustu viku. Hún hefur einnig blossað upp aftur í Peking í Kína og ástandið þar sagt „mjög alvarlegt“. Stjórnvöld hafa til að mynda komið á ferðabanni í hverfum í grennd við matarmarkað í borginni þar sem sýkingin nú er talin eiga upptök sín. Þá hafa Pekingbúar í tugþúsundatali verið skikkaðir í sóttkví og gripið hefur verið til víðtækra lokana í borginni. Þórólfur sagði í Bítinu í morgun að stjórnvöld í Peking væru nú að herða tökin á ný og hið sama gæti þurft að gera hér á Íslandi. „Þeir hafa fengið hópsmit. Það er það sem við höfum sagt að geti gerst. Þetta getur gerst alls staðar. Þetta er ekkert búið. Við vitum að það er eitt til tvö prósent af [íslensku] þjóðinni sem hefur fengið þessa veiru, þannig að það er nóg eftir. Það er nóg fóður, eins og maður segir, fyrir veiruna. Ef að það gerist þurfum við að herða tökin í kringum þau tilfelli.“ Þannig virtist veiran í vexti í mörgum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum þar sem Þórólfur sagði að hún ætti enn eftir að berast til margra svæða. „Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessu. Og á meðan hún er að geisa í heiminum þá getur hún komið hingað [til Íslands]. Hins vegar eru alls konar spurningar með svona veiru, hvað hún gerir, hvort hún missir þróttinn þegar á líður. En það er svosem ekkert augljóst í því núna.“ Fólk enn að glíma við afleiðingar sýkingarinnar Enn væri mikilvægt að vera á varðbergi, huga að persónulegum smitvörnum og fjarlægðartakmörkunum þegar kostur er. Ekki mætti draga úr alvarleika Covid-sýkingarinnar, hverrar afleiðingar margir sjúklingar væru enn að glíma við. „Við misstum tíu einstaklinga, sem er mikið, og það voru þrjátíu einstaklingar sem þurftu að fara inn á gjörgæslu. 130 manns inn á sjúkrahús á stuttum tíma. Þannig að þetta var mjög mikið álag. Það er algjörlega ekki rétt að tala um að þetta hafi bara verið væg pest,“ sagði Þórólfur. „Svo er fólk að lýsa því að jafnvel þó að það hafi ekki þurft að leggja inn á sjúkrahús, var heima, þurfti að fara daglega upp á göngudeild, var sinnt þar, fékk vökva í æð, fór aftur heim og fólk er jafnvel enn þá að ná sér og jafnvel enn með afleiðingar eftir þessa sýkingu.“ Inntur eftir því hvort að væri eðlilegur fylgifiskur Covid-sýkingarinnar að þeir sem jafnvel hefðu fengið væg einkenni væru nú sérlega viðkvæmir fyrir öðrum pestum sagði Þórólfur að svo gæti vel verið. „Já, það eru oft einkenni á mörgum veirusýkingum að það geti gerst að það komi einhvers konar truflun á ónæmiskerfið sem tekur bara mjög langan tíma að lagast aftur og fólk er viðkvæmara. Það er líka oft erfiðara að skilgreina það nákvæmlega. Stundum er ekki hægt að mæla þetta nákvæmlega, fólk er að kvarta yfir einhverju og það mælist ekki neitt ákveðið. En það er alveg klárt að eftir þessa sýkingu, og margar aðrar, að það eru margir sem eiga við alls konar vandamál að stríða.“ Ekki bjartsýnn á sænsku leiðina Þá bjóst Þórólfur ekki við því að hin svokallaða „sænska leið“, í viðleitni til að ná hjarðónæmi, yrði notuð í næstu bylgju faraldursins, ríði hún yfir. „Nei, það held ég ekki. Ímyndið ykkur það. Það er erfitt að bera saman tölur milli landa og alls konar spurningamerki við það. En dánartalan í Svíþjóð af völdum Covid er fimmtán sinnum hærri en hér. Ég er ræddur um að menn yrðu ekki ánægður ef að 150 einstaklingar hefðu látist hér af völdum Covid á undanförnum vikum, það væri ekki gott,“ sagði Þórólfur, sem lagði jafnframt áherslu á að veiran væri ekki farin úr íslensku samfélagi. „Hún er einhvers staðar og hún bíður róleg. Þess vegna þurfum við að passa okkur áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32 Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03 Komu aftur með veiruna til Nýja-Sjálands Tvö tilfelli nýju kórónuveirunnar greindust í dag á Nýja-Sjálandi í fyrsta sinn í 24 daga. 16. júní 2020 08:10 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Afturkalla tímabundið leyfi við notkun malaríulyfja við Covid-19 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur afturkallað tímabundið leyfi sem stofnunin gaf við notkun á lyfjunum hydroxychloroquine og chloroquine gegn Covid-19 sjúkdóminum. 15. júní 2020 21:32
Ekkert staðfest smit í Færeyjum síðan í apríl 54 dagar eru liðnir síðan síðasta tilfelli kórónuveirunnar var staðfest í Færeyjum. 15. júní 2020 15:03
Komu aftur með veiruna til Nýja-Sjálands Tvö tilfelli nýju kórónuveirunnar greindust í dag á Nýja-Sjálandi í fyrsta sinn í 24 daga. 16. júní 2020 08:10