„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki Sylvía Hall skrifar 16. júní 2020 16:26 Umræður um MDE á Alþingi Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, mun taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði óvænt af sér formennsku á þingfundi í gær. Hann segir nefndina hafa verið óstarfhæfa lengi vegna framkomu stjórnarliða í nefndinni og það sé tímabært að ein mikilvægasta nefnd þingsins geti sinnt hlutverki sínu á ný. Þegar þingfundur hófst í gær tók Þórhildur Sunna til máls og sagði nefndarmenn hafa dregið persónu sína í svaðið og hún hefði verið notuð sem blóraböggull. Henni væri misboðið og neitaði að taka þátt í „leikritinu“ lengur. Því væri formennsku hennar lokið. Í samtali við Vísi segist Jón Þór spenntur fyrir nýja hlutverkinu og hann taki því alvarlega. Það sé mikilvægast að nefndin geti uppfyllt sitt hlutverk samkvæmt lögum. „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma; framfylgja lögunum og gæta jafnræðis og sanngirni. Nefndin verður að geta uppfyllt sitt hlutverk, það er meginmarkmiðið,“ segir Jón Þór. Hann segir þá ákvörðun Þórhildar Sunnu að segja af sér formennsku hafa miðað að því að benda á hvaða staða væri uppi innan nefndarinnar. Það væri óskiljanlegt að forseti þingsins og stjórnarforystan hefði ekki gripið inn í fyrr, enda hafi Þórhildur bæði bent forseta þingsins og samflokksmönnum sínum á það ástand sem ríkti innan nefndarinnar. „Hún er búin að koma til okkar og benda okkur á að staðan er alltaf að verða óbærilegri og óbærilegri. Hún hefur beðið okkur um stuðning og farið yfir stöðuna. Þetta er búið að vera að ágerast og þingflokkurinn hefur verið að ræða þetta. Þetta er staða sem er ekki boðleg og það er eitthvað sem forseti Alþingis gæti gripið inn í.“ Erfiðara fyrir nefndarmenn að spila sama leik aftur Jón Þór er mjög gagnrýninn á Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, og segir hann hafa verið meðvitaðan um að breytinga væri þörf. Það dugi ekki til að vera með yfirlýsingar um betri vinnustaðamenningu þegar „eineltis- og ofbeldismenning“ sé til staðar. „Það þýðir ekki að vera bara með einhverja skoðanakönnun og tala um það að það eigi að laga eineltis- og ofbeldismenninguna sem er til staðar. Það er skiljanlegt að hún sé til staðar, hún virkar. Hún virkar til þess að skemma fyrir fólki og skemma fólk. Þess vegna er því beitt, en það er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við.“ Halldóra Mogensen, samflokkskona Jóns Þórs, tók í sama streng á þingfundi í gær og gagnrýndi menninguna á þingi harðlega. Sagðist hún hafa orðið fyrir persónulegum árásum sem hún upplifði sem andlegt ofbeldi og velti fyrir sér hvort eins væri komið fram við karlmenn í valdastöðum. Jón Þór segir það vera erfiðara fyrir forseta þingsins að horfa fram hjá afsögn Þórhildar Sunnu og þeirri gagnrýni sem hún setti fram. Það sé ekkert annað í boði en að hann grípi til viðeigandi aðgerða. „Nú veit forseti stöðuna. Hann þekkir stöðuna á Alþingi í heild, hann þekkir menninguna og hann veit hvernig staðan er í nefndinni. Það er hans að grípa inn í sem forseti og það er líka á ábyrgð forystu stjórnarflokkanna að passa upp á það að þeirra menn séu ekki að gera þessa nefnd óstarfhæfa. Það verður ekkert í boði,“ segir Jón Þór, sem óttast ekki að verða fyrir sömu framkomu og Þórhildur Sunna. „Ég er vongóður. Ef þeir ætla næst að taka persónu mína til þess að skemma, þá verður það erfiðara fyrir þá. Þórhildur Sunna er búin að gelda þá svolítið, hvernig framgöngu þeir hafa sýnt og vonandi er þetta bara komið nóg.“ Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 „Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, mun taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eftir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði óvænt af sér formennsku á þingfundi í gær. Hann segir nefndina hafa verið óstarfhæfa lengi vegna framkomu stjórnarliða í nefndinni og það sé tímabært að ein mikilvægasta nefnd þingsins geti sinnt hlutverki sínu á ný. Þegar þingfundur hófst í gær tók Þórhildur Sunna til máls og sagði nefndarmenn hafa dregið persónu sína í svaðið og hún hefði verið notuð sem blóraböggull. Henni væri misboðið og neitaði að taka þátt í „leikritinu“ lengur. Því væri formennsku hennar lokið. Í samtali við Vísi segist Jón Þór spenntur fyrir nýja hlutverkinu og hann taki því alvarlega. Það sé mikilvægast að nefndin geti uppfyllt sitt hlutverk samkvæmt lögum. „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma; framfylgja lögunum og gæta jafnræðis og sanngirni. Nefndin verður að geta uppfyllt sitt hlutverk, það er meginmarkmiðið,“ segir Jón Þór. Hann segir þá ákvörðun Þórhildar Sunnu að segja af sér formennsku hafa miðað að því að benda á hvaða staða væri uppi innan nefndarinnar. Það væri óskiljanlegt að forseti þingsins og stjórnarforystan hefði ekki gripið inn í fyrr, enda hafi Þórhildur bæði bent forseta þingsins og samflokksmönnum sínum á það ástand sem ríkti innan nefndarinnar. „Hún er búin að koma til okkar og benda okkur á að staðan er alltaf að verða óbærilegri og óbærilegri. Hún hefur beðið okkur um stuðning og farið yfir stöðuna. Þetta er búið að vera að ágerast og þingflokkurinn hefur verið að ræða þetta. Þetta er staða sem er ekki boðleg og það er eitthvað sem forseti Alþingis gæti gripið inn í.“ Erfiðara fyrir nefndarmenn að spila sama leik aftur Jón Þór er mjög gagnrýninn á Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, og segir hann hafa verið meðvitaðan um að breytinga væri þörf. Það dugi ekki til að vera með yfirlýsingar um betri vinnustaðamenningu þegar „eineltis- og ofbeldismenning“ sé til staðar. „Það þýðir ekki að vera bara með einhverja skoðanakönnun og tala um það að það eigi að laga eineltis- og ofbeldismenninguna sem er til staðar. Það er skiljanlegt að hún sé til staðar, hún virkar. Hún virkar til þess að skemma fyrir fólki og skemma fólk. Þess vegna er því beitt, en það er ekki eitthvað sem við ætlum að sætta okkur við.“ Halldóra Mogensen, samflokkskona Jóns Þórs, tók í sama streng á þingfundi í gær og gagnrýndi menninguna á þingi harðlega. Sagðist hún hafa orðið fyrir persónulegum árásum sem hún upplifði sem andlegt ofbeldi og velti fyrir sér hvort eins væri komið fram við karlmenn í valdastöðum. Jón Þór segir það vera erfiðara fyrir forseta þingsins að horfa fram hjá afsögn Þórhildar Sunnu og þeirri gagnrýni sem hún setti fram. Það sé ekkert annað í boði en að hann grípi til viðeigandi aðgerða. „Nú veit forseti stöðuna. Hann þekkir stöðuna á Alþingi í heild, hann þekkir menninguna og hann veit hvernig staðan er í nefndinni. Það er hans að grípa inn í sem forseti og það er líka á ábyrgð forystu stjórnarflokkanna að passa upp á það að þeirra menn séu ekki að gera þessa nefnd óstarfhæfa. Það verður ekkert í boði,“ segir Jón Þór, sem óttast ekki að verða fyrir sömu framkomu og Þórhildur Sunna. „Ég er vongóður. Ef þeir ætla næst að taka persónu mína til þess að skemma, þá verður það erfiðara fyrir þá. Þórhildur Sunna er búin að gelda þá svolítið, hvernig framgöngu þeir hafa sýnt og vonandi er þetta bara komið nóg.“
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 „Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31 Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19
„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. 9. júní 2020 12:31
Svona var fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndsnefndar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan 10. 15. júní 2020 09:30
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent