Trump tilkynnir breytingar á löggæslu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 21:13 Donald Trump skrifaði undir tilskipunina umkringdur löggæsluaðilum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41
Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35
Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent