Tuttugu og tveir í sóttkví vegna smitsins Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2020 11:35 Um 1400 manns gengu í gegnum þessar dyr á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/Vilhelm Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Um fjórtán hundruð manns komu til landsins í gær um Keflavíkurflugvöll en um 1100 í fyrradag, 120 manns komu til landsins með Norrænu í gær. Tvö sýni sem tekin voru á vellinum í fyrradag reyndust jákvæð, annað hjá erlendum ferðamanni með mótefni í blóði en hitt hjá Íslendingi búsettum erlendis. „Það voru 22 einstaklingar sem fóru í sóttkví tengt því og það er flest allt fólk sem var í flugvélinni. Við vinnum eftir verklagsreglum sem hafa verið í gildi varðandi smitrakningar í flugvélum en okkar upplýsingar eru þannig að sóttvarnastofnun Evrópu er að að fara að gefa út nýjar reglur út af þessum grímunotkunum í flugvélum en þangað til við fáum þær staðfestar vinnum við eftir eldri reglum með ákveðna fjarlægð í kring um einstakling í flugvélum,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Víðir sagði að 21 hafi farið í sóttkví úr flugvélinni, „svo er einn til viðbótar sem hann umgekkst en hann fylgdi öllum reglum.“ Þá mun sýnataka hafa gengið vel í gær. „Allir ferlar virkuðu vel en við lærum alltaf á hverjum degi. Eins og við töluðum um í gær þá bættum við upplýsingagjöfina til farþega varðandi það að halda sig til hlés þangað til þeir fá niðurstöðurnar og við bættum við gögnum til farþega sem koma til landsins,“ sagði Víðir. Þá greindist einn lögreglumannanna sem settur var í sóttkví á laugardag eftir að hafa átt samskipti við, Rúmena sem grunaðir eru um þjófnað, með smit í gær. Sextán lögreglumenn fóru í sóttkví vegna málsins en Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við Fréttastofu að enginn annar hafi sýnt einkenni. Önnur sýnataka sé fyrirhuguð á morgun og enn önnur á mánudaginn næsta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira