Hróp og köll stuðningsmanna úr tölvuleiknum FIFA verður notað í útsendingum Sky Sports frá ensku úrvalsdeildinni en enski boltinn fer aftur að rúlla í kvöld eftir þriggja mánaða hlé.
Hlé hefur verið gert á enska boltanum síðan um miðjan mars mánuð en loksins snýr enski boltinn aftur í kvöld. Það verða þó engir áhorfendur vegna kórónuveirunnar og því hefur Sky Sports brugðið á það ráð að nota hljóð úr tölvuleiknum FIFA.
Premier League football returns today. Great to have you back.
— Gary Lineker (@GaryLineker) June 17, 2020
Sky Sports hefur því ákveðið að semja við EA Sports, sem gefur út FIFA-tölvuleikina, að nota hljóð þeirra í útsendingum stöðvarinnar frá leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Mail Online greinir frá þessu.
Það mun þýða að þegar heimaliðið skorar eða fær vítaspyrnu munu heyrast köll frá stuðningsmönnum heimaliðsins en púað verður þegar ákvarðanir falla gestaliðinu í hag.
Þýski boltinn var fyrstur af stað, af stóru deildunum í Evrópu, eftir kórónuveiruna og þar heppnaðist það vel að nota gervihljóð.
Sky Sports to use crowd noises from FIFA video games at Premier League groundshttps://t.co/iSXpWbtYYF pic.twitter.com/Lyf0DhrrOe
— Mirror Football (@MirrorFootball) June 17, 2020