Hyggst ekki styðja Jón Þór til formennsku Atli Ísleifsson skrifar 18. júní 2020 07:46 Sjálfstæðismennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum. Allir eiga þeir sæti í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka. Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist ekki munu styðja Jón Þór Ólafsson, þingmann Pírata, til formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins. Þetta segir Brynjar í samtali við mbl.is. „Hugmyndir [Pírata] eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarnir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til formennsku,“ segir Brynjar. Píratar tilkynntu skrifstofu Alþingis á mánudaginn að Jón Þór muni taka við formennsku í nefndinni af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Sagði Þórhildur Sunna Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. Þórhildur Sunna tilkynnti um afsögn sína sem formaður nefndarinnar á mánudaginn þar sem hún sakaði meirihluta nefndarinnar um að standa í vegi fyrir athugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna Samherja og gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að telja þá niðurstöðu að frumkvæðisathugun hafi verið sett á ís vera góða. „Verkfærin sem þeir nota til þess að réttlæta þennan gjörning er að draga sífellt mína persónu ofan í svaðið og nota það sem skjöld til þess að réttlæta þessar aðferðir sínar og því ætla ég ekki að taka þátt í lengur,“ sagði þingkonan. Brynjar segir í samtali við mbl að hann hafi ekki treyst Þórhildi Sunnu fyrir formennsku í nefndinni allt frá því að hún hafi verið kosin og að frá þeim tíma hafi vantraustið bara aukist. Ef hann hefði verið í sporum hennar hefði hann sömuleiðis sagt af sér þar sem hún nyti ekki trausts að minnsta kosti þriggja nefndarmanna. Því hafi það verið rökrétt skref að segja af sér. Þeir þingmenn sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki, Kolbeinn Óttarsson Proppé Vinstri grænum, Guðmundur Andri Thorsson Samfylkingu, Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki, Jón Þór Ólafsson Pírötum og Andrés Ingi Jónsson sem er utan flokka.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir „Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26 Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52 Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Ofbeldis- og eineltismenningu“ beitt til að skemma fyrir fólki „Ætli ég muni ekki nálgast þetta eins og ég nálgaðist stöðumælavörsluna á sínum tíma.“ 16. júní 2020 16:26
Telur Jón Þór vera formanninn sem „þessi meirihluti þarf á að halda“ Píratar hafa tilkynnt skrifstofu Alþingis að Jón Þór Ólafsson, þingmaður flokksins, muni taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, samflokkskonu hans, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún segir Jón Þór vera formanninn meirihlutinn þurfi á að halda nú. 15. júní 2020 18:52
Þórhildur Sunna segir af sér formennsku Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur sagt af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 15. júní 2020 15:19