Neitar að spila fyrir Chelsea því hann er á leið í ítölsku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 23:00 Pedro í baráttunni gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton á þessari leiktíð. Jacques Feeney/Getty Images Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Pedro Rodriguez vill ekki spila fyrir Chelsea þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað þar sem hann mun ganga í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Roma. Samkvæmt heimildum The Athletic þá vill Pedro ekki skrifa undir tímabundna framlengingu á samningi sínum við Chelsea sem á að renna út nú í sumar. Chelsea þarf á öllum sínum leikmönnum að halda þar sem liðið á níu deildarleiki eftir ásamt því að það mætir Leicester City í 8-liða úrslitum FA bikarsins og er enn í Meistaradeildinni þó liðið sé 3-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Bayern Munich. Hinn 32 ára gamli Pedro hefur engan áhuga á að semja tímabundið þar sem hann hefur nú þegar samið við Roma á Ítalíu. Þar mun hann þéna 56 þúsund pund á viku eða níu og hálfa milljón króna. Roma leitar að reynslumiklum leikmanni sem getur aðstoðað liðið fram á við. Pedro hefur unnið 25 titla á ferlinum en hann á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem hefur aðeins spilað þrettán leiki fyrir félagið vegna meiðsla frá því hann kom á láni frá Arsenal. Pedro Rodriguez & his Iconic style!He s won everything World Cup Champions League European Championship La Liga Premier League Europa League FA Cup Copa del Rey FIFA Club World Cup UEFA Super Cup Spanish Super Cup pic.twitter.com/Ey20z8DzwX— MalluCFC (@AThekkepura) June 17, 2020 Það er ljóst að Chelsea vill ekki halda Pedro lengur en rétt til loka tímabils þar sem liðið hefur þegar samið við Hakim Ziyech, Timo Werner og er orðað við fullt af leikmönnum. Willian, brasilíski kantmaðurinn í liði Chelsea, hefur heldur ekki skrifað undir tímabundna framlengingu en forraðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að það gerist. Var hann í byrjunarliði Chelsea sem vann QPR 7-1 í æfingaleik á dögunum ásamt því að vera á skotskónum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira