Er ég Íslendingur? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 18. júní 2020 16:06 „Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Black Lives Matter Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun