Er ég Íslendingur? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 18. júní 2020 16:06 „Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Black Lives Matter Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
„Farðu heim” er lína sem við höfum öll heyrt - fólk af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti. Hvert á ég að fara? Ég fæddist hér, hef búið hér meirihluta lífs míns, er með íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf. Jafnvel núna, er ég að telja upp ástæður í þessum pistil og reyni að réttlæta það að ég sé í raun og veru Íslendingur. Ég vildi ekki tala móðurmálið mitt í kringum fólk þegar ég var yngri því fólki fannst það fyndið þegar ég talaði “útlensku”, ég notaði bara langermaboli og setti hárið mitt ekki í tagl þangað til ég var komin í menntaskóla því ég vildi ekki að fólkið myndi sjá hárin mín á höndunum eða fyrir aftan hálsinn minn, ég hló að rasískum bröndurum um múslima, hryðjuverkamenn og apa til þess að fá að vera með, ég vildi heita íslensku nafni til að fá að vera eins og allir aðrir og aðeins nýlega hef ég byrjað að vera stolt af mínum framandi uppruna. Það er stigma í kringum fólk sem reynir að opna sig um rasisma eða fordóma sem það hefur orðið fyrir og stimplað aðilann sem athyglissjúkann eða haldið að við séum að gera of mikið mál úr þessu. Þangað til mjög nýlega hef ég skammast mín fyrir fordómana sem ég hef upplifað og hef reynt að tala sem minnst um það til að ýta ekki undir þá ímynd um að ég sé mikið öðruvísi en allir aðrir. Þegar ég tala íslensku kemur það fólki á óvart að ég sé ekki með neinn hreim og ég fæ hrós fyrir að tala svo góða íslensku, sem ætti ekki að vera skrýtið þar sem ég ólst upp hérna en um leið og það er litið á einhvern eins og mig er komin sú ímynd í hausinn á fólki að við séum “útlendingar” og íslenskan okkar ætti að vera bjöguð. Oft er byrjað að tala við mig á ensku og ég er byrjuð að svara þeim á ensku því ég vil ekki gera hinn aðilann vandræðalegan með því að svara á íslensku. Þegar ég var í grunnskóla var ég sett í sérkennslu í íslensku einungis því ég var af erlendum uppruna og án þess að líta til námsárangurs hjá mér í því fagi, þegar kennararnir áttuðu sig á því að ég talaði og skrifaði jafn góða íslensku og allir aðrir þá var loks sett mig aftur í bekkinn minn. Jafnvel 20 ára gömul er ég að átta mig á því að þetta er enn þá út um allt, í skólanum, vinnunni og jafnvel í kringum vini. Þetta er vissulega ekki jafn bersýnilegt og það var á mínum yngri árum en þetta verður lúmskara og jafnvel erfiðara þegar maður verður eldri. Samfélagið á Íslandi er að breytast og öll vilja leyfa öðruvísi fólki að vera með, en þar kemur inn “tokenismi” og fólk vill fá stig fyrir að leyfa öðrum af erlendum uppruna eða öðrum kynþætti að vera með. Við erum ekki skraut og hvítt fólk ætti ekki að fá klapp á bakið fyrir að taka okkur inn. Alltaf er sú tilfinning og jafnvel staðfesting á þeirri tilfinningu að það verði aldrei litið á mig á jafningjagrundvelli - sífellt er bent mér á það að ég muni eiga erfiðara með að skara fram úr á vinnumarkaðnum eftir háskóla eða í lífinu því ég er ekki hvít. Haldið þið virkilega að við vitum ekki að við séum ekki með jafn mikið forskot og hvítir Íslendingar þegar það kemur að faglegri framtíð okkar? Við þurfum ekki á því að halda að hvítt fólk bendi okkur á það. Þegar ég hef reynt að benda á rasíska hegðun hjá fólki er skotið mig niður en sannleikurinn er sá að hvítt fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig það er að verða fyrir fordómum - hér á landi eða annars staðar. Í kringum “Black lives matter” umræðuna hef ég séð talsvert mikið af fólki deila því að þau munu aldrei skilja en verða samt til staðar - en ætlar þú þá að hlusta án þess að meðtaka neitt? Ég held að það sé kominn tími til þess að við lítum öll í okkar eigin barm og reynum að gera betur. Ísland hefur svo mikinn möguleika á því að skara fram úr þegar það kemur að innflytjendum, flóttafólki, fólki af erlendum uppruna eða af öðrum kynþætti o.fl. en þá þurfum við líka að meðtaka það þegar einhver í jaðarhóp segir okkur að við séum að gera eitthvað rangt. Fólk upplifir rasisma og fordóma á mismunandi hátt en það er ekki staður annarra til þess að segja okkur að okkar upplifun sé röng eða túlkuð vitlaust. Ég ólst upp við fordóma og ég veit hver mín upplifun er. Við erum öll þreytt en við getum öll gert betur líka.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun