Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út Lillý Valgerður Pétursdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 18. júní 2020 20:10 Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala Vísir/Egill Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli. Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið. Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði og hafa boðað til verkfalls á ef ekki nást kjarasamningar fyrir mánudaginn. Fundað var í deilunni í dag án árangurs og er annar fundur fyrirhugaður á morgun. Hjúkrunarfræðingar hittust síðdegis á samstöðufundi á Grand Hóteli Reykjavík til að ræða stöðuna og var þungt hljóðið í þeim. „Það er kominn tími til að það sé bara farið að semja og fallist verður á kröfur okkar hjúkrunarfræðinga um launaliðinn. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með grunnlaunin sín,“ segir Guðrún Yrsa Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landakoti. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður út í deiluna á Alþingi í dag og hvort til greina komi að setja lög á verkfallið ef því verður en hann svaraði því ekki. „Ég verð að segja að mér þykir mjög dapurlegt hvernig menn vilja reyna að ná pólitísku höggi á stjórnvöld hverju sinni með því að taka alltaf upp málstað þess sem er að semja við ríkið,“ sagði Bjarni. „Þetta er mjög alvarleg staða því að hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í okkar starfsemi og koma að nánast allri þjónustu sem er veitt hér,“ sagði Ásta Bjarnadóttir framkvæmdastjóri mannauðsmála Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. „Það er veitt bráðnauðsynleg heilbrigðisþjónusta í verkfalli og það er okkar skylda. Það er mjög margt sem er skipulagt sem þarf þá að bíða,“ sagði Ásta spurð um hvaða áhrif yfirvofandi verkfall myndi hafa á starfsemi spítalans og hvaða þjónustu þyrfti að skerða komi til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga. Ásta sagði þá einnig að skurðaðgerðir, aðrar en bráðnauðsynlegar þyrftu að bíða komi til verkfalls. Hún sagðist ekki treysta sér til þess að segja til um hvort verkfall myndi hafa áhrif á skimanir vegna kórónuveirunnar. „Það eru öryggislistar sem eru sú leyfilega mönnun, sem hefur verið samþykkt fyrir fram, það er samt ekki nóg þar sem að starfsemin hefur breyst og Covid-faraldurinn hefur þar áhrif,“ sagði Ásta spurð um fjölda þeirra sem gætu mætt til starfa í verkfalli.
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira