Smituðum fjölgar í minnst 77 ríkjum heims Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2020 22:03 Götusölumenn í Lima í peru hunsa tilmæli um félagsforðun. Smituðum hefur fjölgað hratt í Perú og mörgum öðrum ríkjum Suður-Ameríku. AP/Rodrigo Abd Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar er ekki í rénun og þvert á móti hefur útbreiðsla hans aukist víðast hvar. Smituðum hefur fjölgað í minnst 77 ríkjum heims á undanförnum tveimur vikum og en að mestu má rekja fjölgunina til Ameríku, Afríku og Asíu. Á þriðjudaginn tilkynntu ríki heimsins rúmlega 140 þúsund nýsmitaða og í gær voru þeir 166 þúsund. Þessi tveir dagar eru meðal þeirra þriggja verstu frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt New York Times hefur smituðum fækkað í minnst 43 ríkjum á síðustu tveimur vikum. Í Afríku tók það um 100 daga að staðfesta hundrað þúsund smit. Næstu hundrað þúsund tóku einungis 19 daga. Líklegast má þó bæði rekja það til hraðari dreifingu Covid-19 og aukinnar skimunar. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, þar sem fylgst er með opinberum tölum ríkja, hafa um það bil 8,4 milljónir smitast af veirunni og rúmlega 450 þúsund eru dánir. Útlit er þó fyrir að tala látinna sé víða mun lægri en hún á að vera. Blaðamenn víða um heim hafa verið að bera meðaltal látinna yfir nokkur ár við saman við fjölda látinna á undanförnum mánuðum til að reyna að fá betri yfirsýn yfir raunverulegan fjölda látinna. Sagan er víðast hvar sú sama. Fleiri eru dánir en yfirvöld segja og munar miklu sum staðar. Rannsókn BBC vísar til að mynda til þess að minnst 130 þúsund fleiri hafi dáið á heimsvísu en opinberar tölur segja til um.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40 Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45
Bretaprins finnur enn hvorki bragð né lykt Karl Bretaprins glímir enn við afleiðingar kórónuveirusýkingarinnar sem hrjáði hann í mars síðastliðinn en bragð- og þefskyn prinsins hefur ekki batnað. 16. júní 2020 22:40
Ástandið í Peking vegna kórónuveirunnar grafalvarlegt Yfirvöld í Peking segja nýjustu útbreiðslu kórónuveirufaraldursins mjög alvarlega. Tugir nýrra tilfella hafa komið upp á síðustu dögum og í kjölfarið hefur íþrótta- og viðburðastöðum verið lokað og ferðabann verið sett í gildi. 16. júní 2020 10:36