Leggur skóna tímabundið á hilluna til að berjast fyrir réttlæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 17:00 Montgomery mun ekki fara á vítalínuna á næstunni þar sem hún hefur lagt skóna tímabundið á hilluna. Rich von Biberstein/Getty Images Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins.
Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira