Þarf að borga Barcelona milljarð til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 15:16 Neymar, sem fær hér að lýta rauða spjaldið í leik í febrúar, þarf að borga Barcelona yfir milljarð íslenskra króna. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Brasilíska stórstjarnan Neymar þarf að borga fyrrum félagi sínu Barcelona til baka sex milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. Leikmaðurinn leikur í dag með stórliði Paris Saint-Germain í Frakklandi. Dómstóll á Spáni komst að þessari niðurstöðu en breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. BREAKING NEWS: The Social Court 15 in Barcelona dismisses in its entirety the lawsuit of Neymar Jr. https://t.co/SwTdilLX5x— FC Barcelona (@FCBarcelona) June 19, 2020 Neymar fór frá Barcelona til Parísar sumarið 2017. Eftir félagaskiptin sagði hann að spænska stórveldið skuldaði sér 39 milljónir punda vegna vangoldinna bónusgreiðsla. Er það vel yfir sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Í kjölfarið fór Neymar með málið fyrir dóm sem hefur nú dæmt í málinu. Hann getur þó áfrýjað þeirri ákvörðun. „Barcelona fagnar ákvörðun réttarins og mun halda áfram að verja lagaleg réttindi sín,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu. Hinn 28 ára gamli Neymar kvartaði upprunalega til alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í kjölfar félagaskipta sinna til Parísar en FIFA ákvað að láta dómstóla á Spáni alfarið um málið. Barcelona neitaði ekki aðeins að borga Neymar fyrir bónusgreiðslurnar sem hann taldi sig eiga inni heldur ákvað félagið að fara í mál við hann vegna þeirra átta milljóna punda sem Brassinn fékk við undirritun nýs samnings suumarið 2016. Neymar has been ordered to pay Barcelona 6.7m following a dispute around the last contract he signed with the club in 2016: https://t.co/DlGZyw1fE7 pic.twitter.com/6yFYX6qZyH— ESPN FC (@ESPNFC) June 19, 2020 Svo virðist sem Neymar þurfi nú að borga hluta af þeirri upphæð til baka. Orðrómar hafa verið uppi um mögulega endurkomu Neymar til Barcelona en eftir þessar fréttir verður að teljast ólíklegt að stórstjarnan spili aftur við hlið Lionel Messi.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira