Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Í kvöldfréttum tökum við stöðuna í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga við ríkið annars vegar og Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hins vegar. Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins var frestað nú síðdegis en boðað hefur verið til annars fundar klukkan hálf tíu á morgun.

Þrjú kórónuveirusmit greindust síðasta sólarhringinn hér á landi og eru staðfest smit því alls 1819. Stórt íþróttamót er nú haldið á Akranesi í skugga samkomutakmarkana sem miðast við fimm hundruð manns. En þær hafa engin áhrif á mót sem þetta. Við verðum í beinni útsendingu frá Akranesi.

Við höldum áfram umfjöllun okkar um fyrirhugaða uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi þar sem rætt verður við formann Velferðarráðs.

Þá er uppbygging fyrir yfir tvö þúsund manna byggð hafinn í Vogum. Íbúafjöldi á Vatnsleysuströnd gæti þrefaldast á næsta áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×