Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. júní 2020 07:00 Þrettán björgunarbátar eru hringinn í kringum landið. Sá elsti þeirra er fjörutíu og þriggja ára. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Tillagan gerir ráð fyrir að 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verði gert samkomulag við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Nú er hægt að byrja að yngja upp í flotanum „Þetta þýðir það fyrst og fremst að nú getum við yngt upp úr flotanum. Meðal aldur í flotanum er rétt rúm 35 ár, elsta skipið er 43 ára og við getum hafið þá vegferð að endurnýja þessa þörfu bjargir sem eru allt í kringum landið,“ segir Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Tillögurnar sem samþykktar voru byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar. Örn segir að þrátt fyrir háan aldur núverandi flota sé staðan nokkuð góð. Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Sigurjón Vonar að fyrsta skipið verði komið seint á næsta ári „Þau eru í góðu standi en þau eru tæknilega úreld að einhverju leiti. Þau eru hönnuð nítján hundruð sextíu og eitthvað, flest þessara skipa sem við erum að vinna með og löngu orðið þarft að færa okkur í nútímann,“ segir Örn. Þrettán björgunarskip eru hringinn í kringum landið en ekki hefur verið ákveðið hvar nýju skipin verða staðsett. Næsta skref er að ljúka við útboðslýsingu í samvinnu við Ríkiskaup. Hversu stutt er í að nýtt skipi komi? „Ég mun byrja að smíða á næsta ári og ég treysti því að þú komir og skoðir nýtt skip seint á næsta ári,“ segir Örn. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg um kaup á þremur nýjum björgunarbátum.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira