Mikilvægt að nýta hverja mínútu á þingi en útiloka fund á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 11:32 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki koma til greina að fundað verði á Alþingi á morgun. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“ Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir ekki veita af því að nýta hverja einustu mínútu sem hægt sé að nýta fyrir Alþingi að koma saman. Það sé sérstaklega þarf vegna faraldursins, sem frestaði verulega störfum þingsins. Þing kemur saman í dag og hófst þingfundur klukkan 10:30. Stefnt er að því að ljúka störfum þingsins fyrir lok næstu viku. „Það veitir bara ekkert af tímanum, að nýta hann til fulls. Við erum enn auðvitað að reyna að stefna á þinglok í síðari hluta næstu viku og þá þarf að nýta hverja stund, bæði fyrir fundarhöld í salnum og líka hafa nefndirnar unnið af kappi og eru nú svona að sjá til lands og munu flestar ljúka afgreiðslu mála á helginni eða í byrjun næstu viku,“ segir Steingrímur í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki koma til greina að fundað verði á morgun, sunnudag. „Hér er ekki fundað á sunnudögum en við getum lent inni í aðfaranótt sunnudags ef því er að skipta en það eru engin fordæmi hreinlega um það að fundur sé settur á sunnudegi á Alþingi.“ Mikinn tíma hefur tekið að ræða samgöngumál á Alþingi undanfarið. Steingrímur segist ekki áhyggjufullur um að of langan tíma muni taka að ljúka umræðu um þau mál. Það verði hins vegar bara að koma í ljós. „Auðvitað er þetta mjög stór pakki, þessi samgöngumál. Þetta eru sennilega stærstu einstöku málin sem eru hér undir í þinglokunum. Þetta eru gríðarlega miklar framkvæmdir og ýmis nýbreytni í þessu, það er verið að ráðstafa þarna og setja í farveg ráðstöfun mikilla viðbótarfjármuna sem hefur verið í tveimur umferðum bætt inn í samgöngumálin.“ „Þetta er ramminn utan um mjög miklar ráðstafanir og framkvæmdir þannig að þetta eru stór mál og ekkert við það að athuga að það séu talsverðar umræður. Svo verður bara hver að meta það fyrir sig þegar þær fara að taka á sig svolítið annan svip og bara einn flokkur er eftir í þeim.“ Vika er til stefnu ef áætlun Alþingis á að standast og segir Steingrímur að stjórnarandstaðan muni vonandi fá tækifæri til að koma sínum málum á framfæri fyrir þinglok samkvæmt samningi. „Þau samtöl hafa nú öll verið í gangi og ég vona bara og hvet til þess að þau haldi áfram og já, þar er auðvitað líka verið að tala um það að mæta óskum stjórnarandstöðunnar um afgreiðslu á einhverjum þingmannamálum. Eða þingflokkanna, því það mundi taka til þingmannamála úr stjórnarliðinu líka.“ „Svo kannski aðalátökin um það hvaða málum komi til greina að fresta. Það er nú oft það sem ekki síst er tekist á um,“ segir Steingrímur. Til greina gæti komið segir Steingrímur að þingið komi saman eftir forsetakosningar ef þess þarf. „Helst þarf það að vera hluti af samkomulagi um það hvernig þetta allt saman gengur upp. Síðan er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að þing komi aftur saman undir haustið.“
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira