Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 12:06 Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg. Getty/Thierry Monasse Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér. Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér.
Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30