Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Andri Eysteinsson skrifar 20. júní 2020 23:13 Geofrrey Berman hefur verið saksóknari í New York frá því í janúar 2018. Vísir/Getty Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. Greint var frá því í fréttatilkynningu bandaríska dómsmálaráðuneytisins að Berman myndi stíga til hliðar og Jay Clayton myndi taka við. Berman komst að því að hann ætti að stíga til hliðar þegar hann sjálfur las tilkynninguna. Berman hafnaði því að stíga til hliðar en í bréfi sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, sendi Berman í dag kom fram að ráðherrann hafi beðið Bandaríkjaforseta að víkja Berman úr starfi og hann hafi gert það. „Með yfirlýsingu þinni ákvaðst þú því miður að reka málið í opinberri umræðu í stað þess að vera hliðhollur hinu opinbera. Þar sem þú hyggst ekki segja af þér hef ég beðið forsetann um að víkja þér úr starfi og hefur hann þegar gert það,“ sagði í bréfi Barr til Berman en CNN greinir frá. Blaðamenn ræddu stuttlega við Bandaríkjaforseta fyrir utan Hvíta húsið áður en hann hélt af stað til Oklahoma þar sem hann heldur kosningafund í kvöld. „Þetta veltur allt á dómsmálaráðherranum. Barr er að vinna í málinu. Þetta er hans svið ekki mitt svið. Hann er mjög hæfur til þess að taka þessa ákvörðun svo þetta veltur á honum. Ég er ekki viðriðinn málið,“ sagði Trump í dag. Berman hefur nú tilkynnt að hann muni segja af sér og að eftirmaður hans í starfi verði varasaksóknari hans, Audrey Strauss. Berman sagði að embættið væri í góðum höndum undir stjórn Strauss. Á meðal helstu mála sem voru rannsóknar hjá Berman er mál Jeffrey Epstein og meint kynferðisbrot hans. Verandi saksóknari í málinu hefur hann leitt rannsóknina, og meðal annars gefið það út að Andrés prins hafi verið sérstaklega ósamvinnuþýður þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að greint var frá því að Berman hafi ákveðið að segja af sér.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira