Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins funda enn hjá ríkissáttasemjara. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið.

Við förum yfir væntanleg áhrif verkfallsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu. Almannavarnir hvetja fólk á skjálftasvæðum til að vera á varðbergi því ekki sé hægt að útiloka stærri skjálfta en urðu í gær. Við verðum í beinni frá Siglufirði í fréttatímanum og förum yfir málið.

Einnig verður rætt við verkefnastýru hjá Rauða krossinum sem segir alvarlegt að tuttugu smáhýsi fyrir heimilislausa skuli standa auð þar sem ekki tekst að finna þeim stað.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×