Gaf í skyn róttækar aðgerðir gegn hryðjuverkum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2020 08:28 Forsætisráðherra Bretlands ávarpaði þjóðina í skugga hryðjuverkaárásar. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi. Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að grípa þyrfti til róttækra aðgerða gegn hryðjuverkum í landinu í kjölfar árásar í borginni Reading í Bretlandi á laugardagskvöld. Karlmaður á þrítugsaldri, að nafni Khairi Saadallah, náði að stinga þrjá til bana og særa aðra þrjá til viðbótar þrátt fyrir að vera undir sérstöku eftirliti bresku leyniþjónustunnar fyrir minniháttar brot. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar sagði Johnson að ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga lærdóm af árásinni þegar lögregluyfirvöld hefðu lokið rannsókn sinni. Johnson sagði að það væri sárgrætilegt og skelfilegt að í Bretlandi hefði fólk látist með þessum hætti. Ef rannsókn lögreglu leiðir í ljós að lagalegra úrbóta væri þörf í málum sem þessum myndi ríkisstjórnin ekki hika við að grípa til aðgerða. „Við erum núna með manneskju í haldi. Það er nú í verkahring lögreglunnar að komast til botns í málinu og finna út hvað gerðist nákvæmlega. Það er því erfitt að fjalla um málið í smáatriðum,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við. „Ef við þurfum að gera einhverjar lagalegar breytingar til að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur þá munum við ekki hika við að grípa til slíkra aðgerða – líkt og við höfum áður gert.“ Forsætisráðherrann talaði undir rós í ávarpinu því ekki liggur fyrir hvað hann meinti með lagalegum úrbótum gegn hryðjuverkum en innanríkisráðherrann hefur talað fyrir því að herða þyrfti útlendingalögin til að auðvelda ríkinu að vísa fólki, sem hefur verið dæmt fyrir brot sem tengjast hryðjuverkum, úr landi.
Bretland Tengdar fréttir Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33 Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44 Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Árásarmaðurinn nafngreindur Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. 21. júní 2020 13:33
Hnífstunguárásin flokkuð sem hryðjuverk Lögreglan flokkar nú hnífstunguárás sem framin var í gærkvöldi í Reading á Bretlandi sem hryðjuverkaárás. Þrír létust í árásinni og þrír eru alvarlega slasaðir. 21. júní 2020 11:44
Þrír látnir eftir hnífstunguárás í almenningsgarði 25 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa banað þremur í hnífstunguárás í Forbury Gardens. 21. júní 2020 07:47