Viðskipti innlent

Sigur­jón ráðinn fram­kvæmda­stjóri Mini­garðsins

Atli Ísleifsson skrifar
„Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavík (GeoSea), rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum.
„Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavík (GeoSea), rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum. Hlölli

Sigurjón Steinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Minigarðsins.

Í tilkynningu frá Hlöllabátum segir að í sumar standi til að opna tvo níu holu minigolfvelli, veitingastað, sportbar og kokteilabar í Reykjavík sem mun hýsa fimm hundruð manns undir vörumerkinu Minigarðinum.

„Sigurjón hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Sjóbaðanna á Húsavík (GeoSea), rekstrarstjóri hjá Kilroy Iceland og þar áður hjá Landsbankanum.

Sigurjón er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst,“ segir í tilkynningunni.

Minigarðurinn, sem verður til húsa í Skútuvogi í Reykjavík, er í eigu Sigmars Vilhjálmssonar og Óla Vals Steindórssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×