Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví.
RÚV segir frá þessu, en áður hafði verið greint frá því að tveimur yrði vísað úr landi.
Haft er eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni yfirlögregluþjóni að fjórir úr hópi þessara ellefu hafi verið búnir að ráða sig í vinnu hér á landi, en allir ellefu hafa verið sektaðir fyrir brot gegn sóttvarnarlögum.