Hildur bullar í Vikulokunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júní 2020 14:00 Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni. Það var því ekki fyrr en í gærkvöldi sem ég hlustaði á Vikulokin, þar sem ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari. Sjálfsmynd flokksins byggir á því að enginn kunni að fara með opinber fjármál nema hann einn. Fjármál verða því að einhverri þráhyggju sem verður sérstaklega vandræðaleg þegar að aðrir flokkar sýna að þeim er treystandi fyrir fjármálum. Þessa þráhyggju endurómaði Hildur, því línuna hefur hún jú lært í Valhöll, en nær ekki að hafa rétt eftir í einni einustu setningu. Hildur hélt því fram að meirihlutinn hefði sent ríkinu bréf og óskað eftir 50 milljörðum vegna kórónuveirunnar. Þetta er alrangt. Bréfið sem hún vísar í var frá öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og undirritað af Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Af hverju er einungis rætt um Reykjavíkurborg hér, eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki með völd? Það var ótrúlegt að hlusta á borgarfulltrúann setja borgina þarna fremsta í umræðu sem er á borði nánast allra sveitarfélaga landsins. Er Hildur virkilega að saka flokksfélaga sína sem stýra Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ um fjármálaóreiðu? Þetta er þekkt taktík, að ræða einungis Reykjavík, til að þurfa ekki að ávarpa ábyrgð Sjálfstæðisflokksins hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta mátti sjá í umræðu um Sorpu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á nær alla fulltrúa á eigendavettvangi og hefur fulltrúa í stjórn. Þetta má líka sjá í umræðu um borgarlínu, sameiginlegu verkefni allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður ríkjum með samkomulagi undirrituðu af formanni flokksins. Eins og fram kom í þættinum, þá styður Hildur borgarlínu. Bara ekki nóg til að grafa ekki undan henni til að reyna að skora ódýr pólitísk mörk. Tilgangur hennar er augljós. Hildur er að reyna að grafa yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er margklofinn og að það er lítill samhljómur á milli Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hildur hefur leitt frjálslynda arm síns flokks í borginni. Því miður hefur sá armur orðið undir í borgarstjórnarflokknum og íhaldsamari raddir, sem telja framtíðarsýn borgarinnar sé að líta aftur til 20. aldar, hafa orðið ofan á. Þennan ágreining er ekki einu sinni reynt að fela, þegar samflokksfólk hennar kýs og bókar gegn Hildi í nefndum borgarinnar. Það væri miður ef Hildur er að gefast upp á sinni frjálslyndu sýn á framþróun borgarinnar til að falla betur í kramið hjá íhaldssamari öflum í eigin flokki. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar