Ósannfærandi Sarri á enn eftir að vinna hug og hjörtu í Tórínó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 16:00 Sarri var pirraður á hliðarlínunni gegn Napoli enda tókst honum ekki að landa sigri gegn sínum fyrrum lærisveinum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Sjá meira
Þó svo að Juventus tróni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þá á Maurizio Sarri, þjálfari liðsins, enn eftir að sannfæra marga um að hann sé rétti maðurinn í starfið. James Horncastle hjá The Athletic fór yfir gengi Juventus undir stjórns hins sérfróða og keðjureykjandi Sarri. Liðið tapaði ítalska Ofurbikarnum í desember og svo eftir að leikar hófust að nýju eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins þá tapaði liðið Juventus fyrir Napoli í úrslitum ítalska bikarsins. Las fyrirsögnin í ítalska miðlinum Tuttosport einfaldlega „Skelfilegur Sarri.“ Ef til vill full hart miðað við tap í vítaspyrnukeppni en samt, Napoli er í 6. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 39 stig á meðan Juventus er í efsta sæti með 63 stg. Staðan í Meistaradeildinni er ekki frábær en liðið tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum gegn Lyon með einu marki gegn engu í Frakklandi. Óvíst er hvenær síðari leikur liðanna fer fram – ef hann getur farið fram. Leikstíllinn sem Sarri spilar krefst mikillar orku og því eðlilegt að lið Juventus hafi verið ryðgað eftir Covid-pásuna svokölluðu. Þá var liðið mikið í fréttum á meðan deildin var í pásu þar sem tvær af stórstjörnum liðsins greindust með Covid-19. Argentíski sóknarmaðurinn Paulo Dybala og heimsmeistarinn Blaise Matuidi voru báðir í byrjunarliði Juventus gegn Napoli en þeir greindust með veiruna í apríl. Tók þá allt að sex vikur að losna við hana. Tuttosport er ekki eini miðillinn á Ítalíu sem hefur gagnrýnt sarri en í föstudagsútgáfu La Gazzetta dello Sport kom fram að blaðið reiknaði ekki með því að Sarri yrði á hliðarlínunni þegar næsta tímabil fer af stað. Þjálfarinn segist þó lítið hlusta á slíkt og eina sem skiptir hann máli er hvað yfirmönnum hans finnst. Þó svo að Sarri njóti trausts sem stendur þá er óvíst hversu lengi það endist. Sérstaklega þar sem liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum. Þá virðist loks vera möguleiki á því að félagið verði ekki Ítalíumeistari en Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina undanfarin átta ár.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10 Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02 Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30 Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagurinn Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Sjá meira
Napoli bikameistari eftir vítaspyrnukeppni | Ófarir Sarri á Ítalíu halda áfram Napoli er ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Juventus í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Farið var beint í vítaspyrnukeppni en í henni voru Napoli-menn sterkari. 17. júní 2020 21:10
Vítaklúður Ronaldos en Juve í bikarúrslit eftir stundarbrjálæði Rebic Keppni í ítalska fótboltanum hófst að nýju með stórleik í kvöld eftir hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins. Juventus komst þá áfram í úrslitaleik bikarkeppninnar. 12. júní 2020 21:02
Cristiano Ronaldo kom til baka í betra formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé Cristiano Ronaldo er enginn venjulegur knattspyrnumaður og sannar það nánast við hvert tækifæri. Enn ein sönnunin er slegið upp í spænskum miðlum. 4. júní 2020 14:30
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti