Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira