Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:59 Farþegar í flugvél Icelandair með grímur fyrir vitum. Vísir/Einar Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05
Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51
Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11
Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28