Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 10:58 Hæstiréttur Íslands Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira