Samninganefndir mættar aftur eftir sextán tíma fund í gær Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 12:57 Frá húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. Vísir/Sigurjón Staðan í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er á viðkvæmu stigi, en fundur samninganefnda lauk ekki fyrr en rétt um klukkan tvö í nótt hjá ríkissáttasemjara. Þá þótti tímabært að gera hlé og verður fundi framhaldið nú klukkan tólf. Engar upplýsingar fást um gang mála, en fram hefur komið að kjaradeilan er sögð afar erfið og snúin og fer fram í skugga hagræðingar hjá Icelandair, sem nú rær lífróður. Flugliðar hafa verið án kjarasamnings frá 2018. Ráðgert er að hlutafjárútboð Icelandair fari fram á tímabilinu 29. júní til 2. júlí, en fyrir þann tíma hefur félagið einseitt sér að ná samningum við alla hagaðila. Að sögn fréttamanns á staðnum var nokkur þreyta í samninganefndum eftir fundarhöld gærdagsins en ágreiningsefnum hefur þó fækkað. Samninganefndirnar vildu ekki tjá sig um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitast. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í fund dagsins. „Við sátum lengi á fundi í gær sem dróst yfir í daginn í dag. Við vorum í sextán tíma í gær. Ég var að hrósa samninganefndunum sem eru að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu og við ætlum að halda áfram klukkan 12 í dag,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta eru gríðarlega þungar og flóknar samningaviðræður, en samtalið er virkt – annars hefðum við ekki setið að svona lengi. Við höldum áfram núna.“ Kjaramál Icelandair Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Staðan í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair er á viðkvæmu stigi, en fundur samninganefnda lauk ekki fyrr en rétt um klukkan tvö í nótt hjá ríkissáttasemjara. Þá þótti tímabært að gera hlé og verður fundi framhaldið nú klukkan tólf. Engar upplýsingar fást um gang mála, en fram hefur komið að kjaradeilan er sögð afar erfið og snúin og fer fram í skugga hagræðingar hjá Icelandair, sem nú rær lífróður. Flugliðar hafa verið án kjarasamnings frá 2018. Ráðgert er að hlutafjárútboð Icelandair fari fram á tímabilinu 29. júní til 2. júlí, en fyrir þann tíma hefur félagið einseitt sér að ná samningum við alla hagaðila. Að sögn fréttamanns á staðnum var nokkur þreyta í samninganefndum eftir fundarhöld gærdagsins en ágreiningsefnum hefur þó fækkað. Samninganefndirnar vildu ekki tjá sig um stöðuna í viðræðunum þegar eftir því var leitast. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist fara vongóður inn í fund dagsins. „Við sátum lengi á fundi í gær sem dróst yfir í daginn í dag. Við vorum í sextán tíma í gær. Ég var að hrósa samninganefndunum sem eru að leggja á sig gríðarlega mikla vinnu og við ætlum að halda áfram klukkan 12 í dag,“ sagði Aðalsteinn. „Þetta eru gríðarlega þungar og flóknar samningaviðræður, en samtalið er virkt – annars hefðum við ekki setið að svona lengi. Við höldum áfram núna.“
Kjaramál Icelandair Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira