Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2020 14:00 Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag. Vísir/Vilhelm Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum. HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. „Þetta er innsetningarverk sem kemur aðallega út frá því hvernig maður upplifir borg sína og hvernig maður gerir bæði fallegt hönnunarverk, eða listaverk, sem er fallegur áningarstaður og líka tákn fyrir eitthvað. Þessi hugmynd kemur frá mörgum áttum, meðal annars á stúdíu á formum en líka hvernig maður myndi gera hlið á nýjan hátt, hlið sem maður hefur aldrei séð áður. Núna er hægt að hugsa þetta sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis,“ segir Arnar Ingi í samtali við Vísi. Speglalistaverkið er sex metrar á hæð, fjórir metrar á lengd og fjórir metrar á breidd. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og Torg í biðstöðu. HönnunarMars er formlega settur í dag og því verður verkið afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18:30. „Hugmyndin kemur úr vangaveltum um sjálfsímyndir og borgarahegðun. Hvernig er hægt að stuðla að jákvæðri upplifun og samheldni með útihúsgögnum fyrir almenning? Hvernig nota má áningarstaði í almenningsrýmum til að endurspegla fallegt borgarumhverfið og fólkið sem þar er að finna og á sama tíma hanna verk sem er einstakt í borgarumhverfi sínu?“ Verkið speglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi á horfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. „Þannig er verkinu ætlað að opna á samtal um mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar og einkennis borgara í borg sinni. Pælingin er að áhorfandinn sé stór hluti af verkinu því þetta er allt úr speglastáli,“ segir Arnar Ingi. Verkið er í uppsetningu og verður afhjúpað klukkan 18 í dag á Lækjartorgi.Vísir/Sylvía Rut Sigfúsdóttir Í hönnun verksins er notast við stílhrein, sterk, geometrísk form sem standa á sterkum grunni með endurspeglandi yfirborði. „Verkið er unnið í með það í huga að efniðviður þess sé ríkjandi upplifun verksins, og notast við einföld form þar sem formfesta nýtur sín. Það er því von hönnuða að þannig fái bæði hönnun, form og hráefni að njóta sín eins og best verður á kosið,“ segir um listaverkið. „Við erum bara tveir hönnuðir og erum að fara út fyrir okkar þægindarramma. Við erum að prófa hér eitthvað sem er bæði erfitt og skemmtilegt,“ segir Arnar Ingi að lokum.
HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16
HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37