Lilja höfðar mál vegna úrskurðar um að hún hafi brotið jafnréttislög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2020 20:28 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hyggst höfða mál gegn konu sem kærunefnd jafnréttismála taldi að brotið hefði verið á þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu ráðuneytisstjóra. Með ráðningunni var talið að Lilja hefði brotið jafnréttislög. Með málshöfðuninni ætlar ráðherra að freista þess að fá úrskurðinum hnekkt. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu leitaði Lilja lögfræðiálita, þar sem bent var á „lagalega annmarka“ á úrskurðinum. Hann þyki bjóða upp á lagalega óvissu í tengslum við ferlið sem unnið er eftir við skipan embættismanna, og því til þess fallinn að valda réttaróvissu, að því er fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu. „Með hliðsjón af þeim vafa sem uppi er telur ráðherra brýnt að málið fái efnislega umfjöllun fyrir dómstólum og lagaóvissu verði eytt. Því hefur verið ákveðið að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum.“ Í lok síðasta mánaðar úrskurðaði kærunefnd jafnréttismála að Lilja hefði gerst brotleg við jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Hafdís Helga Ólafsdóttir, sem var á meðal umsækjenda, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Hún var ekki á meðal þeirra fjögurra sem hæfisnefnd mat sem svo að væru hæfust í starfið. Samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem fjallar um kærunefnd jafnréttismála, eru úrskurðir nefndarinnar bindandi gagnvart málsaðilum. Hins vegar er málsaðilum heimilt að bera úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42