Útlandastemning í borginni og Hafnartorg vaknaði til lífs Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2020 22:00 Þórey Einarsdóttir, Sara Jónsdóttir og Hlín Helga Guðlaugsdóttir ræddu byrjunina á HönnunarMars sem fer fram alla helgina. MYnd/Studio 2020 Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Maður er ennþá að átta sig á því að við höfum náð að koma hátíðinni af stað í júní,“ segir Þórey sem er í skýjunum með það hvernig hátíðin hefur farið af stað. HönnunarMars hófst formlega í gær og stendur fram á sunnudag, þó einhverjar sýningar verði opnar lengur fram á sumarið. Sara var hrifin af stemningunni á Hafnartorgi, en þar eru margar sýningar á HönnunarMars og mikið um að vera. Borgin hefur iðað af mannlífi síðan HönnunarMars var settur í gær. „Það voru flottar sýningar. Arkitektasýning, keramiksýning og það var rosalega gaman að vera í þessu nýja hverfi sem er svolítið öðruvísi. Maður er svolítið kominn til útlanda, það er svolítið mikið hátt til lofts og falllegt og skemmtilegt.“ „Það var bara geggjuð stemning og Hafnartorg vaknaði til lífs,“ bætir Þórey við. Einnig nefndu þær vel heppnaða opnun í Ásmundarsal. „Mér fannst gaman að sjá nýsköpun og tækni og hönnun saman, á mjög flottum sýningum hjá Genki og Halldóri Eldjárn,“ segir Sara. Halldór var í helgarviðtali hér á Vísi um síðustu helgi og fór þar meðal annars yfir það hvernig innblásturinn af sýningunni kom frá Veðurstofu Íslands. Einnig deildi hann leyndardómnum á bak við fjólubláu plöntumyndirnar sem vakið hafa verðskuldaða athygli á hátíðinni. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Á sýningu Genki geta gestir fengið að stjórna tónlist með sérstökum hringjum og það voru margir sem stukku upp á svið og prófuðu hönnunina. „Það sem er svo geggjað við þetta er að þetta er afleiðing af Covid,“ útskýrir Þórey varðandi uppsetningu sýningarinnar. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við Berg Finnbogason, sköpunarstjóra EVE Online hjá CCP. Umsjón með Hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og Steinn Einar Jónsson stýrir útliti. Þættirnir verða þrír talsins og munu þeir allir birtast hér á Vísi. Hægt er að horfa á Hönnunarspjallið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. HönnunarMars Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þórey Einarsdóttir núverandi stjórnandi HönnunarMars og Sara Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar voru á meðal viðmælanda í Hönnunarspjalli Studio 2020 á Vísi í dag. Þáttinn má finna neðst í fréttinni. „Maður er ennþá að átta sig á því að við höfum náð að koma hátíðinni af stað í júní,“ segir Þórey sem er í skýjunum með það hvernig hátíðin hefur farið af stað. HönnunarMars hófst formlega í gær og stendur fram á sunnudag, þó einhverjar sýningar verði opnar lengur fram á sumarið. Sara var hrifin af stemningunni á Hafnartorgi, en þar eru margar sýningar á HönnunarMars og mikið um að vera. Borgin hefur iðað af mannlífi síðan HönnunarMars var settur í gær. „Það voru flottar sýningar. Arkitektasýning, keramiksýning og það var rosalega gaman að vera í þessu nýja hverfi sem er svolítið öðruvísi. Maður er svolítið kominn til útlanda, það er svolítið mikið hátt til lofts og falllegt og skemmtilegt.“ „Það var bara geggjuð stemning og Hafnartorg vaknaði til lífs,“ bætir Þórey við. Einnig nefndu þær vel heppnaða opnun í Ásmundarsal. „Mér fannst gaman að sjá nýsköpun og tækni og hönnun saman, á mjög flottum sýningum hjá Genki og Halldóri Eldjárn,“ segir Sara. Halldór var í helgarviðtali hér á Vísi um síðustu helgi og fór þar meðal annars yfir það hvernig innblásturinn af sýningunni kom frá Veðurstofu Íslands. Einnig deildi hann leyndardómnum á bak við fjólubláu plöntumyndirnar sem vakið hafa verðskuldaða athygli á hátíðinni. Sjá einnig: Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva Á sýningu Genki geta gestir fengið að stjórna tónlist með sérstökum hringjum og það voru margir sem stukku upp á svið og prófuðu hönnunina. „Það sem er svo geggjað við þetta er að þetta er afleiðing af Covid,“ útskýrir Þórey varðandi uppsetningu sýningarinnar. Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Í þættinum er einnig rætt við Berg Finnbogason, sköpunarstjóra EVE Online hjá CCP. Umsjón með Hönnunarspjallinu hafa Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ. Upptaka er í höndum Einars Egilssonar og Steinn Einar Jónsson stýrir útliti. Þættirnir verða þrír talsins og munu þeir allir birtast hér á Vísi. Hægt er að horfa á Hönnunarspjallið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars Reykjavík Tíska og hönnun Tengdar fréttir Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00 Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Nýttu matarafganga veitingastaða í hönnun nýrrar heimilislínu Hjónin Ýr Káradóttir og Anthony Bacigalupo sýna einstaka heimilislínu á HönnunarMars í ár, sem unnin er í samstarfi við keramik listamann og valda veitingastaði staðsetta í nærumhverfi þeirra í Hafnarfirði. 25. júní 2020 16:00
Studio 2020 á HönnunarMars: Hönnunarspjall eitt Í hönnunarspjallþættinum verður farið yfir sýningar og viðburði HönnunarMars hátíðarinnar með vel völdum einstaklingum á meðan hátíðin stendur yfir sem og samtal um hönnun í ljósi hamfarahlýnunar, hraðra tækniframfara, samfélagsbreytinga og nú síðast covid 19. 25. júní 2020 14:00
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00