Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2020 23:24 Robert Redfield, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. KEVIN DIETSCH/EPA Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum, þar af hafa hátt í 125 þúsund látið lífið. Robert Redfield, læknir og forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamenn í dag að sérfræðingar á vegum stofnunarinnar telja að allt að um tíu sinnum fleiri Bandaríkjamenn hafi smitast af veirunni en opinberar tölur gefa til kynna. Redfield segir þetta stafa af því að aðeins hafi verið prófað fyrir veirunni hjá fólki sem sýndi einkenni. Einkennalaust fólk hafi þannig aldrei greinst með veiruna, og gæti jafnvel hafa náð sér af henni án þess að vita af því. Sömuleiðis telur Refdfield að um fimm til átta prósent Bandaríkjamanna hafi komist í tæri við veiruna, og hvatti hann því til þess að fólk sýndi áfram fyllstu varúð. Mælti hann sérstaklega með því að fólk virti fjarlægðartakmörk og stundaði reglulegan handþvott. Háskólinn í Washington spáir því að í október á þessu ári komi 180 þúsund manns til með að hafa látið lífið af völdum Covid-19. Samkvæmt útreikningum háskólans yrði sú tala þó mun lægri ef 95 prósent þjóðarinnar notaði andlitsgrímur í samskiptum við aðra, eða 146 þúsund. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum, þar af hafa hátt í 125 þúsund látið lífið. Robert Redfield, læknir og forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í samtali við fréttamenn í dag að sérfræðingar á vegum stofnunarinnar telja að allt að um tíu sinnum fleiri Bandaríkjamenn hafi smitast af veirunni en opinberar tölur gefa til kynna. Redfield segir þetta stafa af því að aðeins hafi verið prófað fyrir veirunni hjá fólki sem sýndi einkenni. Einkennalaust fólk hafi þannig aldrei greinst með veiruna, og gæti jafnvel hafa náð sér af henni án þess að vita af því. Sömuleiðis telur Refdfield að um fimm til átta prósent Bandaríkjamanna hafi komist í tæri við veiruna, og hvatti hann því til þess að fólk sýndi áfram fyllstu varúð. Mælti hann sérstaklega með því að fólk virti fjarlægðartakmörk og stundaði reglulegan handþvott. Háskólinn í Washington spáir því að í október á þessu ári komi 180 þúsund manns til með að hafa látið lífið af völdum Covid-19. Samkvæmt útreikningum háskólans yrði sú tala þó mun lægri ef 95 prósent þjóðarinnar notaði andlitsgrímur í samskiptum við aðra, eða 146 þúsund.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“