Skimunargjald á landamærunum lækkað Andri Eysteinsson skrifar 26. júní 2020 16:12 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundinum. Vísir/Vilhelm Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Áfram verður haldið með skimanir á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg virk smit frá því að skimanir á flugvellinum hófust. Frá og með 1. Júlí hefst gjaldtaka fyrir sýnatökur kjósi farþegar sem koma til landsins að forðast sóttkví. Stjórnvöld höfðu ákvarðað að farþegar sem komi til landsins skyldu greiða 15.000 krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum. Mörgum fannst verðið full hátt og töldu að það myndi fæla frá hugsanlega ferðamenn. Hafði ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures til dæmis tekið til þess ráðs að bjóða upp á að greiða skimunargjaldið fyrir viðskiptavini í formi afsláttar á pakkaferðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun. Frá og með 1. júlí mun því kosta 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. öNýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægra en ætlað var. Reglugerð heilbrigðisráðherra um gjaldtökuna hefur verið send til birtingar í Stjórnartíðindum,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum. Sagði forsætisráðherra að með því væri verið að hvetja farþega til þess að greiða fyrir fram. Gjaldtakan hafi þótt nauðsynleg til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir sýnatökunum, ýmis sjónarmið hafi heyrst en nauðsynlegt hafi verið að fylgja sjónarmiðum sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira