„Sannar að fólk hefur kunnað vel við það sem við höfum verið að gera á Bessastöðum“ Atli Ísleifsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 23:25 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson forseti á Grand hótel í kvöld. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að fyrstu tölur fylla sér kraft, einbeitingu og vilja að halda áfram á sömu braut. Þetta sé niðurstaða sem sýni og sanni að fólk hafi kunnað vel við það sem hann og Eliza hafi verið að gera á Bessastöðum síðustu fjögur ár. Þetta sagði Guðni við fréttamann Stöðvar 2 á Grand Hótel fyrr í kvöld. Hann segir að viðbrögðin séu á þann veg að hann sé fullur þakklætis og auðmýktar. „Þakka traustið sem mér virðist hafa verið sýnt í þessum kosningum. Auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur en þær gefa til kynna, myndi maður ætla, hverjar lyktirnar verða og gefa mér kraft.“ Guðni segir tölurnar ríma nokkuð vel við það sem hann átti von á. „Já, svona nokkurn veginn. Ég verð að segja það. Svona miðað við hvernig kosningarnar þróuðust. Skoðanakannanir eru aldrei lokadómur, en þær voru í þessa veru miðað við fyrstu tölur þannig að þær koma mér út frá því ekki á óvart.“ Eliza segir sömuleiðis að sér líði mjög vel þær tölur sem hafi verið lesnar upp. „Ég er mjög stolt af Guðna og það er gott að vita að fólk í landinu sé ánægt með störf hans, eins og Guðni sagði, það sem við erum búin að gera á Bessastöðum. Nú getum við haldið áfram á sömu braut næstu fjögur ár.“ Þið eruð spennt að vera á Bessastöðum áfram. Hvernig leggst þetta í börnin okkar? „Það er blessunarlega þannig á Íslandi – eigum við ekki að vera sammála um það – að börn þess sem gegnir embætti forseta fá að vera í friði með sitt einkalíf og fjölskylda í heild sinni. Við fáum það líka seint fullþakkað. Það er ekkert gefið í þessum heimi. Víða úti í heimi er það þannig að þjóðhöfðingi getur ekki um frjálst höfuð strokið ef svo má segja.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira