Íslenskur spurningaleikur í fyrsta sæti App Store í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 11:37 Stofnendur Teatime. Frá vinstri: Ýmir Örn Finnbogason, Þorsteinn B. Friðriksson, Jóhann Þorvaldur Bergþórssin og Gunnar Hólmsteinsson. Teatime Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu. Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Leikurinn Trivia Royale, sem gefinn er út af íslenska tæknifyrirtækinu Teatime fyrir viku síðan hefur farið sigurför um heiminn. Leikurinn er nú í fyrsta sæti á lista App Store yfir mest sóttu leiki í Bandaríkjunum. Teymið sem stendur baki leiknum gaf út spurningaleikinn QuizUp fyrir nokkrum árum og fór leikurinn sigurför um heiminn. Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnenda Teatime, segir í samtali við Vísi að velgengni leiksins vestanhafs sé mikill sigur fyrir Teatime. „Að vera númer eitt í Bandaríkjunum er eins og að vera númer eitt í heiminum. Það er bara ótrúlegt, við erum bara í smá sjokki hérna. Við erum búin að vera að fylgjast með þessu núna, við gáfum hann út í síðustu viku og byrjaði strax mjög vel og maður sá þetta fara eitthvað upp en ég hreinlega átti ekki von á því að við myndum ná fyrsta sæti.“ Skjáskot úr leiknum.Teatime Hann segir App Store í Bandaríkjunum einn samkeppnismesta markað í heiminum, þúsund leikir komi þar inn á dag og miklir peningar fari oft í það að auglýsa leikina og koma þeim upp vinsældalistann. „Við erum bara lítið fyrirtæki á Íslandi, ekki með þennan kraft sem mikið af þessum stóru erlendu fyrirtækjum eru með í markaðsmál. Nú erum við hér og þetta er bara ótrúlegt. Þetta er bara byrjunin á einhverju mjög spennandi ævintýri.“ Í leiknum búa notendur sér til svokallaðan „avatar,“ sem er eins konar birtingarmynd hvers spilara í leiknum. Þá geta notendur notað til þess að sýna viðbrögð sín og andlitshreyfingar meðan spilað er, með hjálp myndavéla þeirra snjalltækja sem spilað er á. Leikurinn hefur verið í þróun í um þrjú ár og segir Þorsteinn það hafa tekið dágóðan tíma að þróa tæknina sem notast er við í leiknum. Teatime hefur gefið út þrjá leiki á síðustu árum sem ekki hefur gengið jafn vel. „Þeim hefur ekki gengið vel en það er nú yfirleitt sagan. Þegar ég var með Plain Vanilla vorum við búnir að gefa út nokkra leiki áður en QuizUp kom út og ég sé greinilega að ég á greinilega bara að gefa út spurningaleiki. Það virðist vera galdurinn í þessu. „Við ákváðum eftir að við höfðum gefið út nokkra leiki að prófa að nota reynslu okkar í spurningaleikjum og QuizUp er náttúrulega eini annar leikurinn frá Íslandi sem hefur komist í toppsæti Bandaríkjanna og ég held reyndar að þetta sé eini annar leikurinn sem hefur komist í topp hundrað, ég svo sem veit það ekki alveg.“ Í fyrradag höfðu milljón manns sótt leikinn og segir Þorsteinn mikla aukningu vera á milli daga. Leikurinn dreifist greinilega á milli fólks í Bandaríkjunum á met hraða. Hann segist ekki hafa átt von á því að leikurinn næði svona miklum vinsældum. „Við auðvitað vonuðum að þetta myndi ganga vel, við lögðum mikla orku í þetta en að vera komin viku eftir að við gáfum út leikinn í fyrsta sæti í Bandaríkjunum er bara langt yfir mínum björtustu vonum. Maður getur bara verið þakklátur fólkinu sem er búið að vinna streitulaust að þessu.
Tækni Apple Leikjavísir Nýsköpun Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira