Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 13:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Rússlands, GRU, hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. Hann segir að Mike Pence, varaforseti, og Mark Meadows, starfsmannastjóri, hafi ekki heldur fengið þær fregnir. New York Times sagði frá þessari áætlun í gær og aðrir fjölmiðlar vestanhafs hafa sömuleiðis staðfest fregnirnar. Þær hafa jafnvel verið staðfestar af heimildarmönnum fjölmiðla úr leyniþjónustusamfélagi Evrópu. Sky News hefur einnig staðfest fregnirnar. Sama teymi rússneskra njósnara leyniþjónustu hers landsins, sem kallast GRU, er sagt hafa komið að eitrun Sergei Skripal í Bretlandi árið 2018. Í frétt NYT sagði að Trump hafi verið kynntar þessar upplýsingar í mars. Hann hafi þó ekkert aðhafst þeirra vegna. Í millitíðinni hefur Trump gripið til ýmissa aðgerða sem teljast Rússum í hag. Til dæmis hefur hann krafist þess að Rússum verði hleypt aftur í G-7 hópinn, sem hét áður G-8 og Rússum var vísað úr vegna innlimunar þeirra á Krímskaga. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur í Bandaríkjunum vegna fregnanna, sem hann segir kolrangar. Hann tjáði sig um málið á Twitter og lýsir hann áætluninni sem „svokölluðum árásum Rússa“ á hermenn Bandaríkjanna. Hann segir engan hafa sagt sér, Pence eða Meadows frá þessu máli og gagnrýnir New York Times fyrir að hafa það eftir ónafngreindum heimildarmönnum. Trump segir „alla hafna þessu“ og að fáar árásir hafi verið gerðar á bandaríska hermenn í Afganistan. Þá gagnrýnir Trump Barack Obama, forvera sinn, og Joe Biden, fyrir að hafa ekki verið harðir í horn að taka gagnvart Rússlandi. Segir hann að enginn hafi verið strangari en hann gagnvart Rússlandi, sem er fjarri raunveruleikanum. ...Nobody s been tougher on Russia than the Trump Administration. With Corrupt Joe Biden & Obama, Russia had a field day, taking over important parts of Ukraine - Where s Hunter? Probably just another phony Times hit job, just like their failed Russia Hoax. Who is their source ?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 28, 2020 Rétt er að benda á að ásakanirnar snúa ekki að því að Rússar hafi ráðist á bandaríska hermenn, eins og Trump heldur fram, heldur að Rússar hafi greitt verðlaunafé fyrir fellda bandaríska hermenn. Þá var Mark Meadows ekki starfsmannastjóri Hvíta hússins í mars þegar áðurnefndur fundur á að hafa farið fram. hann tók við stöðunni í byrjun apríl. Þar að auki, þá féllu 22 bandarískir hermenn í árásum Talibana í Afganistan í fyrra. Þegar Trump segir að „allir“ hafi hafnað þessum fregnum, er hann að mestu að vísa til yfirvalda Rússlands, sem segja ásakanirnar vera þvætting, og Talibana, sem hafa einnig hafnað fregnunum. Richard Grenell, sem Trump skipaði sem yfirmann leyniþjónustumála í febrúar, segist einnig aldrei hafa heyrt af þessum ásökunum. Hann var þó einungis skipaður tímabundið og John Ratcliffe tók við af honum í maí. Sá segir einnig að fregnirnar séu ekki réttar. "The White House statement addressing this issue earlier today, which denied such a briefing occurred, was accurate. The New York Times reporting, and all other subsequent news reports about such an alleged briefing are inaccurate. (2/2)— Office of the DNI (@ODNIgov) June 28, 2020 Enginn í Bandaríkjunum virðist enn sem komið er hafa neitað því berum orðum að fregnirnar af verðlaununum séu rangar, heldur sé rangt að Trump hafi heyrt af því. Bandaríkin gerðu bráðabirgðafriðarsamkomulag við Talibana fyrr á árinu eftir langar viðræður. Viðræður áttu að hefjast á milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistan en þeim hefur nokkrum sinum verið frestað. Frá 30. mars hefur Trump minnst sex sinnum rætt við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í síma. Í aðdraganda samtala forseta Bandaríkjanna við aðra þjóðarleiðtoga fær forsetinn iðulega skýrslu um helstu málefnin varðandi þessi tilteknu ríki.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira