Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2020 15:21 Fólk naut sín í blíðviðrinu í miðbænum í dag. Vísir/Villi Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars. Á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins í dag sagði Þórólfur að hópsýkingar sem hafa komið upp undanfarna daga sýni að veiran sé langt því frá horfin þó að lítið hafi borið á henni upp á síðkastið. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög mjög á og það er ekki gott. Það er áhyggjuefni. Þetta eru orðnar kjöraðstæður fyrir veiruna að geta náð sér á strik aftur ef hún á annað borð kemst inn aftur í svona partí,“ sagði Þórólfur og ítrekaði mikilvægi almennra sýkningavarna. Frá upplýsingafundi almannavarna mánudaginn 29. júní 2020.Vísir/Sigurjón Svo virðist sem að almenningur sé ekki eins móttækilegur fyrir umræðunni og hættunni vegna faraldursins nú og hann var í mars þegar fyrst var gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. „Það er áskorun fyrir okkur að reyna að ná til fólks, ná til yngra fólks, ná til allra. Við verðum að standa öll saman í því. Það var auðveldara í byrjun mars að koma með þessi skilaboð,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði Þórólfur við því að áfram yrði hætta á hópsýkingum, bæði litum og stórum, ekki aðeins í sumar heldur næstu mánuði og fram á næsta ár. Hver og einn sýni ábyrgð Í ljósi hópsýkinganna sagði Þórólfur að bíða þyrfti með að rýmka reglur um hámarksfjölda á samkomum. Rætt hafði verið um að næsta skref yrði að hækka takmarkið úr 500 manns í 2.000 en ekki er ljóst hvenær af því getur nú orðið. Þá sagði Þórólfur ekki hægt að mæla með því að opnunartími skemmtistaða verði rýmkaður en þeir hafa nú aðeins leyfi til að hafa opið til klukkan 23:00. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði almenning síður móttækilegan fyrir boðskap lýðheilsuyfirvalda nú en við upphaf faraldursins.Vísir/Vilhelm Engin ákveðin viðmið eru til staðar um hversu mörg virk smit kölluðu á að aðgerðir yrðu hertar aftur. Þórólfur sagði að slíkt yrði vegið og metið þegar það kæmi upp. Þá væri tekið tillit til þess hvort um væri að ræða eina hópsýkingu eða margar og hversu alvarleg veikindin væru. Þrátt fyrir hópsýkingar sagði Alma Möller landlæknir að ekki væri talið að samfélagslegt smit væri útbreitt hér á landi. Gengið væri úr skugga um það með aukinni skimun og smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, brýndi fyrir almenningi að huga að hreinlæti og smitvörnum og virða þá sem vilja halda fjarlægð til að forðast smit. Lagði hann áherslu á persónulega ábyrgð hvers og eins, sérstaklega þeirra sem fara á stærri samkomur. Sýnist fólki að mun fleiri en 500 séu á staðnum og sóttvarnir ekki þær sem þær ættu að vera ætti það að fara. „Við verðum hvert og eitt að sýna ábyrgð,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira