Furðufiskur dorgveiðinnar reyndist vera rauðmagi Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 16:20 Ekkert skorti upp á einbeitinguna hjá hinum ungu dorgveiðimönnum. visir/vilhelm Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm
Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira