Ekki sex ár síðan að ég skoraði en þetta var kærkomið Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2020 21:45 Gísli Eyjólfsson. „Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Þetta byrjar vel hjá okkur,“ sagði Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik í 3-1 sigri liðsins á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Blikar hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki sína og eru á toppi deildarinnar, auk þess sem þeir slógu Keflavík út úr Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Þeir virtust hins vegar værukærir í upphafi leiks gegn Fjölni í kvöld, sem og í upphafi seinni hálfleiks. „Við spiluðum heilt yfir ágætlega en misstum þetta niður á köflum. Við náðum samt að klára þetta í lokin,“ sagði Gísli og tók undir að Blikar hefðu fengið einhvers konar kinnhest í upphafi beggja hálfleika áður en þeir tóku við sér: „Öll liðin í þessari deild eru virkilega góð og ef að maður er ekki á tánum þá fær maður skellinn. Það gerðist líka á móti Keflavík. Það er svo sem fínt að fá þennan skell en við þurfum að fara að klára þessa leiki betur. Fá smá drápseðli í þetta.“ Kristinn á fullt inni Kristinn Steindórsson hefur að mörgu leyti stolið senunni í Kópavoginum í upphafi tímabils. Hann kom Blikum yfir í kvöld, eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Keflavík í bikarnum sem og gegn Gróttu í fyrstu umferð. Hann hafði áður ekki skorað í deildarleik síðan árið 2014 en Gísli glotti bara aðspurður hvort að Kristinn væri ekki þegar búinn að gera meira en búast hefði mátt við: „Nei, nei. Ég býst bara við meiru af honum, miðað við það sem hann er búinn að vera að gera í vetur. Hann á fullt inni.“ Sjálfur skoraði Gísli ekki mark í tíu deildarleikjum síðasta sumar, eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku, en hann skoraði sjö mörk í 22 leikjum sumarið 2018 þegar hann fór á kostum. Hann skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni í kvöld, og kórónaði eins og fyrr segir með því mjög góðan leik: „Ég er virkilega sáttur. Ég er búinn að eiga góðan vetur og byrja vel. Það eru ekki sex ár síðan ég skoraði en það er slatti langt síðan að ég skoraði hérna þannig að þetta var kærkomið.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 3-1 | Blikar áfram með fullt hús stiga Breiðablik hefur farið afar vel af stað í Pepsi Max-deildinni undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar og eru með fullt hús stiga eftir sigur á Fjölni, 3-1, í þriðju umferð í kvöld. Fjölnismenn eru áfram með eitt stig. 29. júní 2020 21:06