Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október. Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur upplifi misrétti og ofbeldi þó að konur séu í æðstu stöðum Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október.
Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Konur upplifi misrétti og ofbeldi þó að konur séu í æðstu stöðum Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01