Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. júní 2020 12:37 Það var annríki á Alþingi í gær, á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Alls fóru fram þrír þingfundir frá klukkan tíu í gærmorgun og þar til rúmlega hálf þrjú í nótt. Vísir/Vilhelm Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Þrjú af fimm málum frá stjórnarandstöðu sem afgreidd voru á Alþingi í gærkvöldi voru samþykkt. Frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náði ekki fram að ganga. Forseti Alþingis segir þingið hafi staðist erfitt próf í vetur en um þrjátíu mál voru samþykkt á vorþingi sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt samkomulagi fékk hver þingflokkur eitt þingmannamál til afgreiðslu áður en Alþingi fór í sumarfrí. Þingsályktunartillaga Miðflokksins um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir var samþykkt samhljóða og þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu var einnig samþykkt með stuðningi allra viðstaddra þingmanna, fyrir utan sex þingmenn Miðflokksins sem sátu hjá. Frumvarp Viðreisnar um að sálfræðiþjónusta falli inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga var einnig samþykkt samhljóða. Þingsályktun Flokks fólksins um breytingar á lögum um almannatryggingar og frumvarp Pírata um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna náðu aftur á móti ekki fram að ganga. Þingmenn Pírata, og raunar þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka einnig, lýstu vonbrigðum sínum með afstöðu þingmanna stjórnarmeirihlutans sem ýmist sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Miðflokkurinn studdi málið ekki heldur. Þeir stjórnarþingmenn sem gerðu grein fyrir atkvæði sínu rökstuddi afstöðu sína flestir hverjir með vísan til þess að málið væri að þeirra mati ekki nægilega vandað. Þingmenn allra stjórnarflokka sem stigu í pontu kváðust þó sammála því markmiði að stefna skuli að því að hverfa af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Þeir teldu þó að málið þurfi betri undirbúning áður en það væri afgreitt sem lög frá Alþingi í þeirri mynd sem boðað var með frumvarpi Pírata. Þá voru samþykkt fjölmörg stjórnarmál og má þar meðal annars nefna samgönguáætlun til næstu fimm og fimmtán ára, heimild um stofnun hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, sem meðal annars varðar Borgarlínu, umfangsmikið frumvarp til fjáraukalaga vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og frumvarp um bann við einnota plastvörum svo fátt eitt sé nefnt. Strembinn þingvetur að baki „Þegar Alþingi kom saman hinn 10. september síðastliðinn óraði engan fyrir því sem veturinn myndi bera í skauti sér. Vonsku veður í desember með tilheyrandi rafmagnsleysi og eignatjóni gaf tóninn og í kjölfarið sigldu snjóflóð í byggð á Vestfjörðum, land reis og jörð skalf á Reykjanesi og kórónuveiran stakk sér niður á Íslandi í febrúarlok,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon rétt áður en þingfundi var slitið á þriðja tímanum í nótt og þingstörfum frestað til 27. ágúst. Haustþing kemur svo saman þann 1. október. „Ég tel að Alþingi hafi staðist með ágætum erfitt próf, reyndar mörg próf, sem fyrir okkur hafa verið lögð á þessum sérstæða, strembna þingvetri,“ bætti Steingrímur við um leið og hann óskaði þingmönnum og starfsfólki þingsins fyrir veturinn og óskaði þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Samgöngur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira