Metfjöldi nýsmita vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2020 08:14 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvar í Paramus í New Jersey með grímur fyrir andlitinu. ap/Seth Wenig Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Nýsmitum í Bandaríkjunum fjölgaði um 47 þúsund frá mánudegi til þriðjudags, ef marka má talningu Reuters. Aldrei hafa jafn mörg kórónuveirusmit greinst vestanhafs á einum sólarhring, en það kæmi sóttvarnalækni Bandaríkjanna ekki á óvart þó ný tilfelli yrðu tvöfalt fleiri áður en langt um líður. „Augljóslega höfum við ekki stjórn á hlutunum,“ sagði Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem verið ver að ræða opnun skóla og verslana á nýjan leik í Bandaríkjunum. Faraldurinn er í nú hvað hröðustum vexti í Kaliforníu, Texas, Arizona og öðrum ríkjum í suður- og vesturhluta landsins. Fjöldi kórónuveirutilfella tvöfaldaðist í tíu ríkjum Bandaríkjanna í nýliðnum júnímánuði, til að mynda í Flórída. Sökum útbreiðslunnar hafa sextán ríki þurft að hægja á eða hætt við að aflétta samfélagslegum takmörkunum sem settar voru á fyrr á árinu til þess að takmarka kórónuveirusmit. Til að mynda hafa stjórnvöld í Kaliforníu, Texas og Flórída ákveðið að loka aftur nýopnuðum skemmtistöðum ríkjanna, en faraldsfræðingar telja að þangað megi rekja fjölda smita. Stjórnvöld í New York-ríki, New Jersey og Connecticut tilkynntu í gær að íbúar átta ríkja, Kaliforníu þeirra á meðal, þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna þriggja. Áður höfðu þau þær kvaðir verið lagðar á íbúa Texas og Flórída. Alls hafa yfir 2,5 milljón smit greinst í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist af völdum Covid-19
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira