Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 17:57 Þotan var af gerðinni Boeing 757. Vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira