Xi óskar Guðna til hamingju Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 07:17 Xi Jinping, forseti Kína, sést hér vinka. Nordicphotos/AFP Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða. Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða.
Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16